Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 107
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
106
erfiðri spurningu enda sé það ein alhæfing Coopers að erfitt sé að meta ár-
angur af málstýringu.156
Ari Páll Kristinsson og Bernard Spolsky eru sammála um það að mál-
stefna taki til málhegðunar, málviðhorfa og málstýringar.157 MÍTM er til-
raun til málstýringar sem byggir á málhegðun og er ætlað að hafa áhrif á
málviðhorf. Í því ljósi er MÍTM líkleg til að hafa áhrif þar sem hún tekur
mið bæði af hegðun og viðhorfum.158 Fræðimenn sem fjallað hafa um mál-
stefnur og táknmál159 segja að taka verði tillit til sérstöðu táknmálssam-
félaga, táknmál eru minnihlutamál og samfélög þeirra menningarkimi sem
hafa ákveðna sérstöðu sem líta þarf til við gerð málstefnu. Þessi sérstaða
felst ekki síst í aðstæðum í máltöku og þeirri hugmyndafræði sem fólk hefur
um táknmál og felur meðal annars í sér neikvæð viðhorf. MÍTM inniheldur
fimm meginstoðir, fyrstu tvær og þær veigamestu eru viðhorf og máltaka.
Viðhorfastýring er talin leggja grunn að öðrum þáttum og í aðgerðum
stefnunnar er horft til aðkomu táknmálsfólks sem og umhverfis táknmáls-
barna.
Áhersluatriðin í stefnunni styðja hvert við annað, jákvætt viðhorf eykur
líkurnar á því að málið sé notað og þar með fjölgar umdæmum þess, fleiri
umdæmi skapa betra málumhverfi fyrir börn (og fullorðna). Með betra mál-
umhverfi fjölgar málhöfum, með fleiri málhöfum minnkar hættan á útrým-
ingu ÍTM – sem aftur hefur áhrif á jákvæð viðhorf því málið verður sýni-
legra. Það að unnin hafi verið málstefna íslensks táknmáls er hluti af bæði
stöðu- og viðhorfastýringu. MÍTM má sín þó lítils ef hún er ekki í takt við
hugmyndir málhafanna og hún er einskis nýt ef hún leiðir ekki af sér meiri
útbreiðslu málsins og vinnur ekki gegn þeirri hættu sem steðjar að málinu.
Með MÍTM er sett fram meðvituð tilraun til að lýsa því hvernig stýra megi
ákveðinni málhegðun í ákveðnum aðstæðum.160 Bæði við gerð stefnunnar
og í stefnunni sjálfri er lögð áhersla á þátttöku táknmálssamfélagsins. Þá er
lögð áhersla á viðhorfastýringu í átt að jákvæðum viðhorfum með sýnileika
156 Sama rit, bls. 113; Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 185.
157 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“; Ari Páll Kristinsson, „Rannsóknir á stafrænu
málsambýli varpa nýju ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu“; Bernard Spolsky,
Language Policy.
158 Sbr. Ari Páll Kristinsson, „Rannsóknir á stafrænu málsambýli varpa nýju ljósi á
meginþræði íslenskrar málstefnu“, bls. 210.
159 Sjá t.d. Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages; Ronice
Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“; Joseph C. Hill,
„Language attitudes in Deaf communities“.
160 Sbr. Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 35.