Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 107

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 107
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR 106 erfiðri spurningu enda sé það ein alhæfing Coopers að erfitt sé að meta ár- angur af málstýringu.156 Ari Páll Kristinsson og Bernard Spolsky eru sammála um það að mál- stefna taki til málhegðunar, málviðhorfa og málstýringar.157 MÍTM er til- raun til málstýringar sem byggir á málhegðun og er ætlað að hafa áhrif á málviðhorf. Í því ljósi er MÍTM líkleg til að hafa áhrif þar sem hún tekur mið bæði af hegðun og viðhorfum.158 Fræðimenn sem fjallað hafa um mál- stefnur og táknmál159 segja að taka verði tillit til sérstöðu táknmálssam- félaga, táknmál eru minnihlutamál og samfélög þeirra menningarkimi sem hafa ákveðna sérstöðu sem líta þarf til við gerð málstefnu. Þessi sérstaða felst ekki síst í aðstæðum í máltöku og þeirri hugmyndafræði sem fólk hefur um táknmál og felur meðal annars í sér neikvæð viðhorf. MÍTM inniheldur fimm meginstoðir, fyrstu tvær og þær veigamestu eru viðhorf og máltaka. Viðhorfastýring er talin leggja grunn að öðrum þáttum og í aðgerðum stefnunnar er horft til aðkomu táknmálsfólks sem og umhverfis táknmáls- barna. Áhersluatriðin í stefnunni styðja hvert við annað, jákvætt viðhorf eykur líkurnar á því að málið sé notað og þar með fjölgar umdæmum þess, fleiri umdæmi skapa betra málumhverfi fyrir börn (og fullorðna). Með betra mál- umhverfi fjölgar málhöfum, með fleiri málhöfum minnkar hættan á útrým- ingu ÍTM – sem aftur hefur áhrif á jákvæð viðhorf því málið verður sýni- legra. Það að unnin hafi verið málstefna íslensks táknmáls er hluti af bæði stöðu- og viðhorfastýringu. MÍTM má sín þó lítils ef hún er ekki í takt við hugmyndir málhafanna og hún er einskis nýt ef hún leiðir ekki af sér meiri útbreiðslu málsins og vinnur ekki gegn þeirri hættu sem steðjar að málinu. Með MÍTM er sett fram meðvituð tilraun til að lýsa því hvernig stýra megi ákveðinni málhegðun í ákveðnum aðstæðum.160 Bæði við gerð stefnunnar og í stefnunni sjálfri er lögð áhersla á þátttöku táknmálssamfélagsins. Þá er lögð áhersla á viðhorfastýringu í átt að jákvæðum viðhorfum með sýnileika 156 Sama rit, bls. 113; Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 185. 157 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“; Ari Páll Kristinsson, „Rannsóknir á stafrænu málsambýli varpa nýju ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu“; Bernard Spolsky, Language Policy. 158 Sbr. Ari Páll Kristinsson, „Rannsóknir á stafrænu málsambýli varpa nýju ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu“, bls. 210. 159 Sjá t.d. Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages; Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“; Joseph C. Hill, „Language attitudes in Deaf communities“. 160 Sbr. Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.