Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 135
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
134
hann sagði: „mér þætti vænt um að kona hans segði eitthvað“.15 Á þann hátt
réðist hann að mati Grover að syrgjandi móðurinni.16
Leikkonan Jane Fonda kom með óvenjulegri nálgun á vandamálið í út-
varpsþætti Politico’s Women Rule frá 2018 en hún sagði að við yrðum að sýna
Trump samlíðan. Trump hegði sér á þennan hátt vegna þess að hann sé
„særður“ og „hafi orðið fyrir áfalli“ sem eigi sér rætur í uppeldi hans. Það sé
hægt að hata það sem hann gerir en við „verðum að elska hann“. Slík sam-
líðan verði einnig að ná til þeirra sem kusu hann. Það hafi verið auðvelt að
sannfæra kjósendur forsetans um gildi orða hans vegna þess að þeir „trúi á
yfirráð hvíta kynstofnsins“ (e. white supremacist).17 Fonda leggur til að ekki
sé hjólað í manninn eða kjósendur hans heldur reynt að sýna þeim samúð
og samlíðan, í þeim tilgangi að sameina og öðlast skilning. Aðeins þannig sé
hægt að ná einhverjum árangri og þoka málefnum áfram. Fonda telur að slík
vitsmunaleg samlíðan gæti gagnast í pólitískri umræðu til þess að auka skiln-
ing á því hvers vegna fólk kýs það sem það kýs og setja sig í spor pólitískra
andstæðinga. ekki sé heldur um að ræða að upplifa eða spegla sársaukann
sem önnur manneskja finni fyrir heldur að skilja að manneskjan þjáist.18
Hér má sjá hvernig ólíkt fólk stekkur á samlíðunarhugtakið eins og það
sé nokkurs konar töfraaðferð þegar kemur að því að uppræta það vonda í
heiminum, heildarlausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir,
hvort sem þau eru af persónulegum toga eða pólítískum. Hafa ber í huga að
vitsmunaleg samlíðan, getan að skilja hvað er að gerast í höfðinu á fólki, hvað
15 Lea Grover, „Donald Trump‘s Bigges Flaw Revealed. A Complete Lack of emp-
athy“, Scary Mommy, 8. júlí 2016, sótt 22. júlí 2022 af https://www.scarymommy.
com/trump-attacks-parents-of-fallen-soldier/.
16 Grover kýs að horfa í gagnrýni sinni fram hjá inntakinu í svari Trumps sem gefur þar
til kynna að Ghalaza sé kúguð eiginkona múslima. Andfemínistanum Trump er eins
og svo mörgum skoðanasystkinum hans annt um réttindi kvenna þegar umræðan
snýst um íslam.
17 michael Burke, „Jane Fonda on Trump. „You have to have empathy for him““, The
Hill, 26. september, 2018, sótt 23. júlí 2022 af https://thehill.com/blogs/in-the-know/
in-the-know/408581-jane-fonda-on-trump-you-have-to-have-empathy-for-him/.
18 Simon Baron Cohen hefur meðal annars rannsakað heilastarfsemi þeirra sem eru á
einhverfurófinu en þeir hafa litla samlíðunargetu. einhverfir einstaklingar búa yfir
lítilli hugrænni samlíðan og eiga erfitt með að skilja hvatir eða ásetning annarra per-
sóna, lesa andlitstjáningu eða ímynda sér hvað aðrir eru að hugsa og finna, eða skilja
kaldhæðni. Þetta merkir þó ekki að þeim sé sama um aðra eða hafi ekki getu til að
finna til með öðrum. Cohen leggur einnig áherslu á að slíkir einstakingar hafi ekki
aukna tilhneigingu til þess að kúga eða beita aðra ofbeldi og þeir geri skýran greinar-
mun á réttu og röngu, fölsku og sönnu. Þeir sjái ekki veruleikann í gráum litum. Sjá
Simon Baron Cohen, The Science of Evil. On Empathy and the Origins of Cruelty, bls.
100–116.