Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 156
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
155
málverkið er frægt fyrir blygðunarlaust og sjálfsöruggt augnarráð þar
sem konan skammast sín ekki fyrir afhjúpandi stellingu sína heldur starir
ákveðin beint á áhorfandann. Tomlinson segir í grein sinni „Burn it, Hide
it, Flaunt it“ að maju-verkin hafi verið leið til þess að spyrna gegn ritskoðun
tímabilsins á Spáni þegar kom að kvenlegri nekt og ögra kynferðislegum ta-
búum.78 einnig hefur verið bent á að Klædda Maja sé mynd af nakinni konu í
fötum því að samsetning málverksins og litanotkun eigi margt sameiginlegt
með nektarmyndum tímabilsins.79
Konan í málverkinu hallar sér aftur á rúmið, höfuðið hvílir á koddanum
og hendurnar hvíla fyrir aftan höfuðið. Ytri klæði hennar hafa verið fjarlægð
til þess að útlínur líkama hennar sjáist betur. Barmur hennar sést greini-
lega þar sem mittið er dregið fram með belti eða klút. Tomlinson segir að
þær konur sem kallaðar voru „mæjur“ hafi haft á sér þann orðstír að vera
berorðar. Þær voru til dæmis taldar nota smekklaus orð, eða orð sem bjuggu
yfir tvíræðni. Í prentmyndasafni sínu Los Caprichos eða Duttlungarnir hafi
Goya gefið til kynna atvinnu slíkra kvenna með flegnum fötum, með sjálfs-
öruggu glápi þeirra og með félagsskapnum sem þær voru í. Karlar höfðu
aðgang að þeim undir vökulu auga pútnamóðurinnar80 en þessar konur eru
ekki undirgefnar eða veikar heldur sterkar konur með ákveðnar skoðanir
sem eru stoltar af líkama sínum og vilja láta horfa á sig.81
ef maður lítur nú aftur á ljósmyndina af Sunnu elviru og án þess að litast
af hugmyndinni um klæddu maju er augljóst að það er búið að hafa hana
til fyrir myndatökuna. Hún hefur verið böðuð og mögulega förðuð, henni
hefur verið hjálpað við að setjast upp í sjúkrarúminu og koddi settur undir
fætur hennar. en langflestir sem brugðust við færslunni sjá ekkert af þessu
því að innleggið á Facebook fékk 104 viðbrögð, 9 ummæli og eina deilingu.82
Athyglisvert er, að viðbrögðin einskorðast við læk, hlátur og vá. ekki má sjá
neinn tárakarl, enginn er reiður og enginn sendir ást.
margir þeirra sem brugðust við myndinni eru í ofanálag einstaklingar
sem löngum yrðu skilgreindir sem „góða fólkið“ í samfélagsumræðunni, sem
78 Janis A. Tomlinson, „Burn it, Hide it, Flaunt it. Goya‘s Majas and the Censorial
mind“, Art Journal 50: 4/1991, bls. 59–64, hér bls. 59.
79 Sjá til dæmis Delphi Complete Paintings of Francisco de Goya. Delphi Masters of Art
Series, 23, Hastings: Delphi Classics, 2016, bls. 203–204.
80 Janis A. Tomlinson, „Images of Women in Goya‘s Prints and Drawings“, bls. 56–57.
81 „The Clothed maja“, Francisco De Goya, sótt 31. júlí 2022 af https://www.francis-
co-de-goya.com/clothed-maja/.
82 Tveir einstaklingar hafa síðan færslan birtist fjarlægt lækin sín og eru þau nú 102 í
ágústmánuði 2022.