Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 166

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 166
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“ 165 heldur miklu frekar ótta, viðbjóði og hatri. Kynþáttahatur megi þannig út- skýra á þann hátt að við veljum það sem við könnumst við og fer þá saman við rannsóknir sem sýna að börn velja þá sem eru líkir þeim sjálfum og tala sama tungumál, fram yfir það sem er framandi og ókunnugt.107 en þótt kyn- þættir séu leið til þess að mynda hópa þar sem einstaklingar af sama litar- hætti deila sjálfsmynd getur margt fleira bundið fólk saman í bandalög og fylkingar eða félög og það þarf ekki að rista djúpt. Hugsunarhátturinn „við andspænis þeim“ myndast á auðveldan hátt og um leið getur skapast andúð á þeim sem tilheyra öðrum hópum108 og þannig ýtt undir klofning, fordóma og hatur, eða jafnvel alls kyns ófögnuð og óhæfuverk. Í því samhengi má nefna kenningar bandaríska félagssálfræðingsins Roy F. Baumeister sem segir í bók sinni Evil. Inside Human Violence and Cruelty að þegar komi að grimmdarverkum þá hafi fólk mikla tilhneigingu til þess að mynda hópa og horfa neikvæðum augum á aðra hópa sem þeir eru í sam- keppni við. Þegar einstaklingar trúa því að réttindi þeirra hafi verið brotin og stolt hópsins verið sært þá bregðast þeir oft við með ofbeldi sem fer yfir öll mörk. Hópamyndun er mikilvægur hluti af félagslegu lífi og nauðsynleg til þess að lifa af en henni tilheyrir líka tilhneiging til fjandskapar.109 Þrátt fyrir að illska sé aðallega til í hugum þolendanna þá er ekki einungis hægt að treysta á vitnisburð þeirra til að útskýra eða skilja illsku. Gerendur eru oft venjulegar, velmeinandi manneskjur með sínar ástæður, rökfærslur og réttlætingar fyrir því sem þeir gera. Fæstir sjá sínar eigin gjörðir sem illar jafnvel þrátt fyrir að aðrir sjái þær sem yfirmáta illar. Yfirleitt er það þann- ig að þolendur telja sig sjá skýran greinarmun á réttu og röngu og á meðan gerendur sjá risastórt grátt svæði.110 Af þessu má vera ljóst að það er vandkvæðum bundið að setja samlíðan fram sem einfalda lausn sem eigi að koma í veg fyrir grimmd eða óhæfu- verk. Sama sem merkið milli samlíðunar og félagslegra framfara er einfald- lega rangt. Samlíðan getur þvert á móti leitt til þess að við afsökum fólsku- brögð, finnum réttlætingar fyrir að leggja í einelti og verðum mótækilegri fyrir hættulegum leiðtogum sem vilja stýra gjörðum okkar, hugsunum og hugmyndum með því að höfða til tilfinningalífs hópsins á ofsafenginn hátt. 107 Sama heimild, bls. 102–106. 108 Sama heimild, bls. 112–115. 109 Roy F. Baumeister, Evil. Inside Human Violence and Cruelty, New York: W.H. Freem- an and Company, 1997, bls. 27. 110 Sama heimild, bls. 38–40.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.