Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 166
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
165
heldur miklu frekar ótta, viðbjóði og hatri. Kynþáttahatur megi þannig út-
skýra á þann hátt að við veljum það sem við könnumst við og fer þá saman
við rannsóknir sem sýna að börn velja þá sem eru líkir þeim sjálfum og tala
sama tungumál, fram yfir það sem er framandi og ókunnugt.107 en þótt kyn-
þættir séu leið til þess að mynda hópa þar sem einstaklingar af sama litar-
hætti deila sjálfsmynd getur margt fleira bundið fólk saman í bandalög og
fylkingar eða félög og það þarf ekki að rista djúpt. Hugsunarhátturinn „við
andspænis þeim“ myndast á auðveldan hátt og um leið getur skapast andúð
á þeim sem tilheyra öðrum hópum108 og þannig ýtt undir klofning, fordóma
og hatur, eða jafnvel alls kyns ófögnuð og óhæfuverk.
Í því samhengi má nefna kenningar bandaríska félagssálfræðingsins Roy
F. Baumeister sem segir í bók sinni Evil. Inside Human Violence and Cruelty
að þegar komi að grimmdarverkum þá hafi fólk mikla tilhneigingu til þess
að mynda hópa og horfa neikvæðum augum á aðra hópa sem þeir eru í sam-
keppni við. Þegar einstaklingar trúa því að réttindi þeirra hafi verið brotin
og stolt hópsins verið sært þá bregðast þeir oft við með ofbeldi sem fer yfir
öll mörk. Hópamyndun er mikilvægur hluti af félagslegu lífi og nauðsynleg
til þess að lifa af en henni tilheyrir líka tilhneiging til fjandskapar.109 Þrátt
fyrir að illska sé aðallega til í hugum þolendanna þá er ekki einungis hægt
að treysta á vitnisburð þeirra til að útskýra eða skilja illsku. Gerendur eru
oft venjulegar, velmeinandi manneskjur með sínar ástæður, rökfærslur og
réttlætingar fyrir því sem þeir gera. Fæstir sjá sínar eigin gjörðir sem illar
jafnvel þrátt fyrir að aðrir sjái þær sem yfirmáta illar. Yfirleitt er það þann-
ig að þolendur telja sig sjá skýran greinarmun á réttu og röngu og á meðan
gerendur sjá risastórt grátt svæði.110
Af þessu má vera ljóst að það er vandkvæðum bundið að setja samlíðan
fram sem einfalda lausn sem eigi að koma í veg fyrir grimmd eða óhæfu-
verk. Sama sem merkið milli samlíðunar og félagslegra framfara er einfald-
lega rangt. Samlíðan getur þvert á móti leitt til þess að við afsökum fólsku-
brögð, finnum réttlætingar fyrir að leggja í einelti og verðum mótækilegri
fyrir hættulegum leiðtogum sem vilja stýra gjörðum okkar, hugsunum og
hugmyndum með því að höfða til tilfinningalífs hópsins á ofsafenginn hátt.
107 Sama heimild, bls. 102–106.
108 Sama heimild, bls. 112–115.
109 Roy F. Baumeister, Evil. Inside Human Violence and Cruelty, New York: W.H. Freem-
an and Company, 1997, bls. 27.
110 Sama heimild, bls. 38–40.