Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 183
SIGuRðuR KRISTInSSOn
182
áhrif eru ekki einungis undir því komin að sem flestir fái notið háskóla-
menntunar heldur einnig að háskólanám hafi í raun jákvæð áhrif á lýðræðis-
hæfni stúdenta í stað þess til dæmis að ýta undir ofmetnað og fyrirlitningu
langskólagenginnar elítu á próflausum meðborgurum sínum,63 eða ala af sér
þröngmenntaða sérfræðinga sem eru illa færir um að taka þátt í gagnrýninni
umræðu um þjóðfélagsmál.64 Margir hafa fært rök fyrir því að vissar tegundir
háskólanáms og áherslur í námskrá séu sérlega áhrifaríkar í þessu efni og þá
er gjarnan vísað til hug- og félagsvísinda og þess sem kallað er á ensku „libe-
ral arts education“.65 Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á lýðræðisleg
áhrif námskrár sem býður upp á fróðleik um pólitískar stofnanir og sögu
lýðræðis í opnu kennslurými sem endurspeglar kraft og óreiðu þátttökulýð-
ræðis. nám af þessu tagi bætti pólitíska þekkingu nemenda og jók líkur á
að þeir nýttu kosningarétt sinn ásamt því að styrkja pólitíska gerendavitund
þeirra.66 Finnskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hærra menntunarstig helst
í hendur við aukna þátttöku í kosningum, án þess þó að ljóst sé hvað það er
í menntuninni sjálfri sem skýrir þessa fylgni.67
Tengsl háskólamenntunar og lýðræðis blasa við þegar þess er gætt að
lýðræðið krefst borgara sem geta myndað sér skoðun á grundvelli röksemda
og upplýsinga, geta rökrætt við aðra, sýnt skoðunum annarra umburðarlyndi
og tekið þátt í starfi sem miðar að sameiginlegum hagsmunum. Lýðræði
dafnar betur eftir því sem fólk hefur meiri áhuga á að bæta samfélag sitt og
Higher Education and its Implications for Graduates’ Participation in Civil So-
ciety“, Higher Education 81/2021, bls. 521–535.
63 Sjá Michael J. Sandel, The Tyranny of Merit. Can We Find the Common Good? new
York: Picador, 2021, 95–104.
64 Sjá til dæmis „„Það þýðir ekki að sitja og bíða eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér“
Viðtal við Árna Daníel Júlíusson og Sigrúnu Pálsdóttur um akademíu og efnahags-
kreppu“, Sagnir 29: 1/2009, bls. 8–11.
65 Christopher Bertram, „Defending the Humanities in a Liberal Society“; Richard T.
De George, „Ethics, Academic Freedom and Academic Tenure“, Journal of Academic
Ethics 1/2003, bls. 11–25; Martha C. nussbaum, Not for Profit; Michael S. Roth,
Beyond the University. Why Liberal Education Matters, new Haven: Yale university
Press, 2014; Mitja Sardoc, „Democratic Education at 30“; Harold T. Shapiro, A
Larger Sense of Purpose, Princeton og Oxford: Princeton university Press, 2005;
Mark C. Taylor, Crisis on Campus. A Bold Plan for Reforming our Colleges and Universi-
ties, new York: Alfred Knopf, 2010; Fareed Zakaria, In Defense of a Liberal Education,
new York: norton & Co, 2016.
66 Ronald J. Daniels, What Universities Owe Democracy, bls. 90–91.
67 Saara Inkinen og Juhani Saari, „The Educational Correlates of Voting. A Cross‐Sec-
tional Study of Finnish undergraduates’ Turnout in the 2014 European Parliament
Election“, Scandinavian Political Studies 42: 1/2019, bls. 1–24.