Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 185
SIGuRðuR KRISTInSSOn
184
lýðræðishæfni stúdenta, með því hvernig stofnanirnar séu reknar, hvernig
samskiptum sé háttað í akademísku samfélagi og hvernig stofnanir sem veita
háskólamenntun líta á sig sjálfar sem gerendur í þjóðfélaginu. Lögð er sér-
stök áhersla á heildstæða nálgun hverrar stofnunar þannig að ræktun lýð-
ræðismenningar verði sett í forgang bæði í orði og á borði og samþætt allri
starfsemi.73 Hér geta íslenskir háskólar fundið gagnlega leiðsögn um hvað
þeir geta gert til að uppfylla lýðræðisákvæði laga um háskóla nr. 63/2006.
Skuldbinding við sannleikann
Ein af meginástæðum þess að háskólar eru vel til þess fallnir að ýta undir
lýðræðismenningu er skuldbinding þeirra við sannleikann. Í kenningum
um hlutverk og einkenni háskóla er gjarnan lögð áhersla á að háskólum er
ætlað að vera stofnanir helgaðar sannleiksleit. Oakeshott færði rök fyrir því
að meginþátturinn í starfi háskóla sé ákveðin iðja sem þar er stunduð, þ.e.
„studium“ eða lærdómur.74 Stefan Collini75 leggur áherslu á að í háskólum
fari fram þrotlaus leit að betri skilningi og Ronald Barnett76 tekur í sama
streng. Jón Torfi Jónasson dregur saman kenningar Humboldt,77 newman,78
Alfred Whitehead79 og Robert Wolff80 með þeim orðum að „skilaboðin sem
koma frá þessum ólíku höfundum eru skýr: Háskólinn er samfélag kennara
og nemenda sem hafa þann eindregna ásetning að öðlast, varðveita og miðla
þekkingu í þágu mannkyns.“81 Háskólastarf er þannig talið markast af þrot-
lausri leit að aukinni þekkingu og skilningi.
Tengsl sannleikans við lýðræðið eru djúpstæð og felast í fleiru en því
73 Council of Europe, Reference Framework of Competences for Democratic Culture (RFC-
DC) – Guidance Document for Higher Education. Hér virðist gengið út frá því að há-
skólar gagnist lýðræði í samfélaginu með því að vera sjálfir lýðræðislegir. um þessa
forsendu geta verið skiptar skoðanir, samanber Morgan White, Towards a Political
Theory of the University.
74 Michael Oakeshott, „The Idea of a university“.
75 Stefan Collini, What Are Universities For? og Stefan Collini, Speaking of Universities.
76 Ronald Barnett, Being a University, Abingdon and new York: Routledge, 2011.
77 Wilhelm von Humboldt, „On the Spirit and the Organizational Framework of In-
tellectual Institutions in Berlin“.
78 John Henry newman, The Idea of a University.
79 Alfred north Whitehead, „universities and their Function. Address to the Amer-
ican Association of the Collegiate Schools of Business, 1927“, The Aims of Educa-
tion and Other Essays, new York: Free Press, 1967, bls. 91–101.
80 Robert Paul Wolff, The Ideal of the University, Boston: Beacon Press, 1969.
81 Jón Torfi Jónasson, Inventing Tomorrow‘s University: Who Is to Take the Lead? An Essay
of the Magna Charta Observatory, Bononia university Press, 2008, bls. 44.