Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 188

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 188
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS 187 skilar ekki eilífum og óbreytanlegum sannleika sem hefur á einhvern hátt opinberast háskólafólki. Þaðan af síður skilar hún niðurstöðum sem gerir pólitískan ágreining óþarfan með því að smætta hann niður í ágreining um staðreyndir.88 Starfi fjölmiðla er sömuleiðis ekki rétt lýst þannig að þeir miðli einföldum og óumdeilanlegum staðreyndum. Fjölmiðlar með lýðræðishlut- verk verða, rétt eins og háskólar, að fylgja aðferðum gagnrýninnar hugsunar og sannreyna meintar staðreyndir, leiðrétta það sem reynist rangt og greina frá ólíkum túlkunum og sjónarmiðum, auk þess sem þeir eiga stærstan þátt í að miðla inn í þjóðfélagsumræðuna staðreyndum og skilningi sem byggist á rannsóknum í háskólum. Það er ekki alveg eins einfalt og Arendt vill vera láta að greina óhaggan- legar staðreyndir og miðla þeim til almennings. Chambers færir rök fyrir því að gagnlegri mynd fáist ef litið er til þess hvernig kenningar um rök- ræðulýðræði, og þá einkum kenning Jürgen Habermas, lýsa hlutverki þjóð- félagsumræðu í lýðræðislegu samfélagi.89 Kenningar um rökræðulýðræði draga upp kjörmynd lýðræðis sem sýnir hvernig leggja má betri grunn að réttmætu umboði fyrir opinbera stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda. Habermas færir rök fyrir því að almannarýmið eigi að geta orðið vettvangur þjóðfélagsumræðu sem hneigist til að leita uppi sannleikann frekar en að bjaga hann eða hafa endaskipti á staðreyndum og skoðunum. Staðhæfingar um staðreyndir séu ávallt háðar fyrirvara um að þær gætu reynst rangar og trúverðugleiki slíkra staðhæfinga fari eftir því hvernig þeim hefur vegnað í hreinsunareldi orðræðu þar sem teflt er fram röksemdum, sönnunargögnum og ýmiss konar réttlætingum ásamt vörnum gegn gagnrýni og mótbárum. Til að orðræða þjóni þessum tilgangi verði hún að uppfylla formleg skil- yrði á borð við að enginn sé beittur þvingun, fólk hafi fullt frelsi til að and- mæla og allir þátttakendur hafi jafna stöðu. Skilyrði af þessu tagi má ljóslega greina í vísindalegri og fræðilegri umræðu þar sem trúverðugleiki niður- stöðunnar veltur á heilindum þess ferlis rökræðu og rannsókna sem að baki henni liggur. Habermas telur að með svipuðum hætti megi líta svo á að ef rétt er að staðið geti lýðræðislegt fyrirkomulag sannprófað trúverðug- leika staðhæfinga um staðreyndir. Með lýðræðislegu fyrirkomulagi er hér átt við að til staðar sé frjáls, opin, gagnrýnin og víðtæk þjóðfélagsumræða, jöfn staða borgaranna, frjálsir, öflugir og aðgengilegir fjölmiðlar, almenn 88 Sjá Michael J. Sandel, The Tyranny of Merit, bls. 110–112. 89 Simone Chambers, „Truth, Deliberative Democracy, and the Virtues of Accura- cy“, bls. 152–155; Jürgen Habermas, Truth and Justification, þýð. Barbara Fultner, Cambridge, MA: MIT Press, 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.