Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 190

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 190
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS 189 Táknrænt lýðræðisgildi háskóla Ofangreindir þættir eru dæmi um lýðræðislegt notagildi háskólastarfs.94 En háskólastarf hefur einnig bæði táknrænt lýðræðisgildi og framlagsgildi sem hluti þeirrar heildar sem myndar lýðræðislegt samfélag. Hefðir jafningja- stjórnunar og jafningjamats eru sterk lýðræðistákn um háskólasamfélag sem akademískt lýðveldi (e. academic republic, republic of letters). Ein af kjörmynd- um lýðræðis kallast á ensku republican democracy og hefur verið nefnd bæði „lýðveldishyggja“ og „þjóðræði“ á íslensku.95 Grunnhugmyndin er sú að „lýðræði birtist í sameiginlegu sjálfræði borgaranna sem ráða ráðum sínum og eru virkir þátttakendur í pólitísku lífi“.96 Hefðir jafningjastjórnunar falla vel að þessari hugmynd. Þær hafa hins vegar þótt mjög á undanhaldi síðustu áratugi á tímum vaxandi stjórnlyndis (e. managerialism) og nýskipanar í ríkis- rekstri (e. new public management).97 Sú umdeilda þróun hefur óneitanlega veikt táknrænt lýðræðisgildi háskóla og líklega einnig lýðræðislegt notagildi þeirra. Háskólar geta verið lýðræðistákn á fleiri vegu en með hefðum jafn- ingjastjórnunar. Eitt mikilvægasta gildi lýðræðisins er frelsi borgaranna til tjáningar, skoðana og andófs. Akademískt frelsi er grunngildi háskólastarfs samkvæmt þeim skilningi á háskólastarfi sem almennt er viðtekinn og rekja má til áhrifamestu hugmyndarinnar um nútímaháskóla, hugmyndar Hum- boldts.98 Akademískt frelsi felur í sér að háskólakennarar hafa svigrúm til að beita faglegri dómgreind sinni í þágu akademískra markmiða við val á rannsóknarefnum og aðferðum ásamt áherslum í kennslu. Akademísku markmiðin tengjast leitinni að þekkingu og skilningi og jákvæðum áhrifum hennar á samfélagið. Í þessum efnum lúta þeir ekki boðvaldi yfirmanna, há- skólastjórna eða fjármögnunaraðila heldur einungis faglegu jafningjamati 94 Með þessu er ekki útilokað að einnig megi líta á lýðræði í skilningi Deweys sem forsendu góðs fræðastarfs. Þetta er hér látið liggja milli hluta og einungis fullyrt að margt sem á sér stað (eða getur átt sér stað) í háskólum hafi góðar afleiðingar fyrir lýðræði í samfélaginu. 95 Philip Pettit, On the People´s Terms; Vilhjálmur Árnason, „Valdið fært til fólksins. Veikleikar og verkefni íslensks lýðræðis í aðdraganda og eftirmálum hrunsins“, Hug- smíðar. Um siðferði, stjórnmál og samfélag, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2014, bls. 149– 186, hér bls. 160; Vilhjálmur Árnason, „Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni um lýðræði“, Stjórnmál og stjórnsýsla 16: 2/2020, bls. 167–190, hér bls. 173. 96 Vilhjálmur Árnason, „Rökræða, stofnanir, þátttaka“, bls. 173. 97 Sjá til dæmis Peter Fleming, Dark Academia, bls. 34–49. 98 Wilhelm von Humboldt, „On the Spirit and the Organizational Framework of In- tellectual Institutions in Berlin“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.