Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 190
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
189
Táknrænt lýðræðisgildi háskóla
Ofangreindir þættir eru dæmi um lýðræðislegt notagildi háskólastarfs.94 En
háskólastarf hefur einnig bæði táknrænt lýðræðisgildi og framlagsgildi sem
hluti þeirrar heildar sem myndar lýðræðislegt samfélag. Hefðir jafningja-
stjórnunar og jafningjamats eru sterk lýðræðistákn um háskólasamfélag sem
akademískt lýðveldi (e. academic republic, republic of letters). Ein af kjörmynd-
um lýðræðis kallast á ensku republican democracy og hefur verið nefnd bæði
„lýðveldishyggja“ og „þjóðræði“ á íslensku.95 Grunnhugmyndin er sú að
„lýðræði birtist í sameiginlegu sjálfræði borgaranna sem ráða ráðum sínum
og eru virkir þátttakendur í pólitísku lífi“.96 Hefðir jafningjastjórnunar falla
vel að þessari hugmynd. Þær hafa hins vegar þótt mjög á undanhaldi síðustu
áratugi á tímum vaxandi stjórnlyndis (e. managerialism) og nýskipanar í ríkis-
rekstri (e. new public management).97 Sú umdeilda þróun hefur óneitanlega
veikt táknrænt lýðræðisgildi háskóla og líklega einnig lýðræðislegt notagildi
þeirra.
Háskólar geta verið lýðræðistákn á fleiri vegu en með hefðum jafn-
ingjastjórnunar. Eitt mikilvægasta gildi lýðræðisins er frelsi borgaranna til
tjáningar, skoðana og andófs. Akademískt frelsi er grunngildi háskólastarfs
samkvæmt þeim skilningi á háskólastarfi sem almennt er viðtekinn og rekja
má til áhrifamestu hugmyndarinnar um nútímaháskóla, hugmyndar Hum-
boldts.98 Akademískt frelsi felur í sér að háskólakennarar hafa svigrúm til
að beita faglegri dómgreind sinni í þágu akademískra markmiða við val á
rannsóknarefnum og aðferðum ásamt áherslum í kennslu. Akademísku
markmiðin tengjast leitinni að þekkingu og skilningi og jákvæðum áhrifum
hennar á samfélagið. Í þessum efnum lúta þeir ekki boðvaldi yfirmanna, há-
skólastjórna eða fjármögnunaraðila heldur einungis faglegu jafningjamati
94 Með þessu er ekki útilokað að einnig megi líta á lýðræði í skilningi Deweys sem
forsendu góðs fræðastarfs. Þetta er hér látið liggja milli hluta og einungis fullyrt að
margt sem á sér stað (eða getur átt sér stað) í háskólum hafi góðar afleiðingar fyrir
lýðræði í samfélaginu.
95 Philip Pettit, On the People´s Terms; Vilhjálmur Árnason, „Valdið fært til fólksins.
Veikleikar og verkefni íslensks lýðræðis í aðdraganda og eftirmálum hrunsins“, Hug-
smíðar. Um siðferði, stjórnmál og samfélag, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2014, bls. 149–
186, hér bls. 160; Vilhjálmur Árnason, „Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni
um lýðræði“, Stjórnmál og stjórnsýsla 16: 2/2020, bls. 167–190, hér bls. 173.
96 Vilhjálmur Árnason, „Rökræða, stofnanir, þátttaka“, bls. 173.
97 Sjá til dæmis Peter Fleming, Dark Academia, bls. 34–49.
98 Wilhelm von Humboldt, „On the Spirit and the Organizational Framework of In-
tellectual Institutions in Berlin“.