Úrval - 01.06.1952, Side 4

Úrval - 01.06.1952, Side 4
2 ÚRVAL eins og voldug vélasamsteypa sem stjórnar okkur í stað þess að við ættum að stjórna henni. Við erum vön að orða þessa til- finningu okkar þannig að við séum orðin þrælar tækninnar, eða að andleg þróun okkar hafi ekki fylgzt með hinni efnalegu. Slík tilfinning er náskyld ótt- anum. Að minnsta kosti er hún ríkur þáttur í því ógeði og þeirri vanlíðan sem víða má greina í hversdagslífi samtíðarinnar. Svipaðar tilfinningar hljóta að hafa verið algengar meðal yfirstéttarfólks á sautjándu öld. Rousseau benti þá á það úrræði að hverfa aftur til náttúrunnar. Svipaðar raddir heyrast nú. Ráðið til bóta á þeirri vanlíðan sem ætla má að sé fylgifiskur menningarinnar sé að hverfa aftur til einfaldara lífs, að menn afsali sér af frjálsum vilja nokkrum þeim þægindum sem menningin hefur fært þeim. Það er þó naumast sennilegt að sú leið sé fær. Ef við færum hana er sennilegt að við losnuðum við einhverja af núverandi erfið- leikum okkar, en það kæmu aðr- ir í staðinn og okkur myndi sjálfsagt þykja það slæm skipti. Hér er sem sé um mjög óljós og afstæð hugtök að ræða. Þján- ing og vellíðan verður ekki veg- ið eða metið. Ef við ræðum þau sem sammannleg fyrirbrigði, þá er mjög erfitt að gera saman- burð á ólíkum félagsháttum. Það er t. d. út í bláinn að full- yrða að líðan frumstæðra af- ríkusvertingja sé betri en svía. Sönnu nær er að segja að vanda- málin í sambandi við vellíðan okkar svía séu önnur en t. d. hjá hottentottum. Sérhver menning á sjálfsagt við sín sérstöku vanlíðunar- vandamál að etja. Með nokkrum rétti má segja að meginvanda- mál okkar sé hin andlega van- líðan sem nefnist taugaveiklun (neurose). Hjá þjóðum á lágu menningarstigi er baráttan fyrir daglegum nauðþurftum að jafn- aði erfið. Vafasamt er að tauga- veiklun þekkist yfirleitt við slík lífsskilyrði, að minnsta kosti hefur einstaklingurinn hvorki tíma né aðstöðu til að festa hug- ann við hana. Kaldranalegt dæmi um þetta fékkst á stríðs- árunum. Það var almenn reynsla í þýzkum fangabúðum, að fólk sem áður hafði verið tauga- veiklað sýndi ekki nein merki um taugaveiklun í fangabúðun- um, en að fangavistinni lokinni sótti aftur í sama farið. Þessi reynsla og önnur af svipuðu tagi bendir til að náið samband sé milli menningarástands og taugaveiklunar. Gildar ástæður eru einnig til að ætla að félags- leg velmegun að vissu marki sé nauðsynlegt skilyrði til þess að menn geti yfirleitt gefið sig að jafnhárfínu og flóknu sálrænu fyrirbrigði og taugaveiklunin er. f bók sinni „Öáran í menn- ingunni” telur Sigmund Freud að megintakmark menningar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.