Úrval - 01.06.1952, Side 7

Úrval - 01.06.1952, Side 7
„ÓÁRAN 1 MENNINGUNNI" 5 sjálfum lífsháttunum. Þess- vegna virðist það næsta til- gangslaust að hvetja menn til að leggja niður asann. Það verð- ur að uppræta orsök hans. Það fellur utan þess ramma, sem ég hef sett mér með þessu erindi að benda á hvernig það sé hægt — sem betur fer. því að það yrði sjálfsagt erfitt. í staðinn mun ég reyna að benda á nokkrar aðrar sennileg- ar orsakir þessarar óáranar í menningunni. Þrátt fyrir menn- ingarlega fágun í nútímaþjóðfé- lagi heldur maðurinn áfram að vera lífvera með náttúrlegar líf s- þarfir. í stórum dráttum má skipta mikilvægustu lífsþörfum mannsins í tvennt: fullnægingu hungurhvatarinnar og fullnæg- ingu kynhvatarinnar. Aðrar svo- nefndar æðri þarfir má í flest- um tilfellum rekja til þessara tveggja. 1 þjóðfélagi okkar er fullnæging hungurhvatarinnar ekki lengur mikið vandamál. Hún krefst tiltölulega lítillar orku, svo er tækni og skipulagn- ingu fyrir að þakka. Ætla verð- ur að mikil mannleg orka sem áður fór í beina og kannski á vissan hátt fagnaðarríka bar- áttu fyrir líkamlegum nauð- þurftum hafi nú leystst úr læð- ingi. Hvert hefur hún beinzt? Sýnist ekki nærri lagi að ætla, að hún hafi beinzt að þeirri hvöt- inni sem ekki hefur reynzt eins auðvelt að fullnægja, kynhvöt- inni og annarri viðleitni í sam- bandi við hana? Margt bendir til að svo sé. Samtíðin virðist hafa fullar hendur vandamála af þessu tagi: kynferðisvandamál, hjónabands- erfiðleika, hjónaskilnaði, vand- ræðaunglinga og kynvillu. I trúnaðarsamræðum við fólk um kynferðismál hef ég komizt að því, að undarlega margir virðast halda að þeir hafi óeðlilega sterka kynhvöt, án tillits til þess hvort þeir hafa hæfileika til að öðlast fullnægingu í kynferði- legu samlífi eða ekki. I flestum tilfellum mun þessi sýndarof- vöxtur í kynlíf inu vera ímyndun, tilkomin af því að hugsun og orka beinast inn á kynferðileg- ar brautir fyrir meira eða minna óviðráðanleg ytri áhrif. Nú er það einnig svo, að þrátt fyrir þau margvíslegu tækifæri sem nútímamenn hafa til að komast í samband hver við ann- an, má greinilega merkja hjá þeim sára löngun í dýpri og nán- ari tengsl við aðra. Það er furðu- legt að sjá hve menn eiga bágt með að tala við fólk, sem þeir umgangast daglega, um brýn persónuleg vandamál sín. Og þó leikur það ekki á tveim tungum, að ráðandi er rík og almenn þörf fyrir trúnaðarsamræður af slíku tagi, ef unnt er að ryðja úr götu beim Þrándi sem við köllum blygðun eða feimni. Hvergi sést þetta greinilegar en við þá teg- und geðlækninga, sem nefnist hóplækning. Þar eru sköpuð skil- yrði til þess að menn geti rætt um náin persónuleg vanöamál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.