Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 15
UM KRABBAMEIN 1 MAGA
13
ytri áhrifa þegar um er að ræða
krabbamein í maga, heldur einn-
ig til þess sem sjúklingurinn ber
í sér sjálfur.
Um orsök krabbameins í
maga er enn margt á huldu, og
svo kann að virðast sem margar
þeirra tilrauna sem ég hef gert
grein fyrir hér að framan séu
alltof fræðilegar og fjarri hin-
um ömurlega veruleika. En þeg-
ar um er að ræða líffræðileg
grundvallaratriði er munurinn
á mús og manni ekki mikill og
full ástæða til að vænta þess,
að takizt mönnum með tilraun-
um að leysa gátuna um orsök
magakrabbans, skapist um leið
möguleikar til að fyrirbyggja
þennan alvarlega sjúkdóm.
•k ★ ~k
Mark Tvvain
dvaldist eitt sinn um sumartíma í litlu sveitaþorpi. Fiski-
maður ók mjög oft framhjá húsi hans og bauð vöru sína til
sölu hárri raustu.
Einn laugardagsmorgun, þegar fiskimaðurinn nálgaðist, sagði
Mark Twain: „Þessi náungi hefur komið hér tvisvar á dag
alla vikuna. Slík þrautseigja er launaverð. Ég ætla að kaupa
af honum fisk." Og það gerði hann. Um hádegið þegar Mark
Twain ætlaði að fara að borða fiskinn, reyndist hann úldinn
og óætur, og þegar fiskimaðurinn fór framhjá um kvöldið
kallaði Twain til hans.
„Heyrðu," sagði hann, „fiskurinn sem þú seldir mér var
óætur. Hann var úldinn."
,,Það er ekki mér að kenna, góði,“ sagði fiskimaðurinn móðg-
aður. Tvisvar á dag i heila viku hef ég gefið þér tækifæri til
að kaupa hann, og úr þvi að þú varst svo heimskur að draga
það þangað til i morgun, getur þú sjálfum þér um kennt!"
— Nuggets.
¥
Sækjast sér um líkir.
Lítil telpa, klædd í „gallabuxur", kom inn í dýraverzlun.
„Mamma sagði mér að þið hefðuð haltan hund," sagði hún við
kaupmanninn. „Get ég fengið hann keyptan? Ég á næstum
fimm krónur." Hún fór ofan i vasann eftir spariskildingunum
sínum.
Kaupmaðurinn vissi ekki hverju hann átti að svara. „Ég
er hræddur um að þú hafir lítið gaman af höltum hundi," sagði
hann loks. „Þú þarft að fá hund sem getur hlaupið og leikið
við þig. Halti hundurinn getur ekki hlaupið."
„Það gerir ekkert til," sagði litla telpan. Hún dró upp aðra
buxnaskálmina og sýndi kaupmanninum spelkur um lamaðan
fótinn. „Ég get heldur ekki hlaupið," sagði hún.
— Emest Browner.