Úrval - 01.06.1952, Qupperneq 21
„STYRJÖLDIN SEM VÉR ÓSKUM EKKI EFTIR“
19
í upplausn. Örvita fólk flýr í
fylkingum úr borginni, æðir yfir
rústir og lík — lítil telpa ekur
á undan sér brúðuvagni sínum,
ung kona skríður á fjórum fót-
um með gamla móður sína á bak-
inu, maður í kolbrunnum fötum
æpir á gangstéttinni. Enginn
nemur staðar. Hundruðumflótta-
manna er hrint út í fljótið af
herskörunum sem á eftir koma.
Forsetinn og f jölskylda hans eru
á lífi. Þau eru sótt í þyrilvængju
ásamt þingmönnum, en af þeim
eru tíu dánir og þrjátíu er sakn-
að. Gamall, hvíthærður öldunga-
deildarþingmaður snýr sér að
hinum hrundu múrum þinghúss-
ins. Tárin streyma niður kinnar
hans þegar hann lyftir báðum
höndum og steytir hnefann móti
morgunhimninum, sem brátt er
hulinn reykjarskýjum. Ungur
hermaður klifrar upp á rústir
þinghússins og dregur ameríska
fánann að hún. Fagnaðaróp
blandast grátinum. Eldtungurn-
ar teygja sig til himins og eldur
óvinanna mettar sig á stolti am-
erísku þjóðarinnar. Washington
í ösku hrópar á hjálp þjóðar-
innar!“
Þessi móðgun við þjóðarstolt
Bandaríkjanna, segir Sherwood,
er ómælanleg. 150.000.000
manna hrópa einum rómi: ,,Ger-
um árás á Moskvu!“ Baráttu-
kjarkurinn í Ameríku hefur náð
lágmarki. Skömmtunin er
strangari en nokkru sinni fyrr,
og þó að Rauði herinn hafi ver-
ið stöðvaður í Evrópu, hafa Sþ
ekki bolmagn til að hef ja gagn-
sókn.
Sumarið 1953 nær kafbáta-
hernaðurinn hámarki. Amerísk-
ar hafnarborgir verða fyrir
atómkúlnaskothríð frá kafbát-
um. Þessar árásir hafa litla
hernaðarlega þýðingu, en þær
magna skelfingu fólksins. Sþ
byrja kjarnorkusprengjuárásir
á rússneskar kafbátastöðvar frá
móðurskipum, og samtímis ná
Sþ loks yfirburðum í lofti. Þann
18. júlí er varpað flugmiðum yfir
Moskvu með aðvörun um að
kjarnorkusprengju verði varpað
á borgina milli 21. og 26. s. m.
Þessi aðvörun er endurtekin í
f jóra daga í útvarpi. Áherzla er
lögð á, að flugvélarnar muni
fljúga frá amerískum bækistöðv-
um, því að f orseti Bandaríkjanna
taki á sig fulla ábyrgð gagn-
vart framtíðinni á árásinni.
Sprengjunni er varpað um mið-
nætti 22. júlí. Edward R. Mur-
row, útvarpsfréttamaður, er
með flugvélinni og lýsir ferð-
inni:
,,Það leit enginn á kortið þeg-
ar við fengum skipunina. Við
vissum hvert við áttum að fara.
Loks skyldi Washington, De-
troit, New York og London
verða hefnt! Við tókum elds-
neyti á fluginu — vegalengdin
var 16000 km báðar leiðir. Flug-
ið var viðburðalaust þangað til
siglingafræðingurinn tilkynnti:
Óvinaströnd tíu mínútur fram-
undan. Það var eins og flug-
vélin skiwppi saman og við bið-
3*