Úrval - 01.06.1952, Page 24
22
Orval
samninga við Sþ og skiptir á
gulli og matvælurn, húsum,
fatnaði og lyfjum. Kosning-
arnar í Rússlandi leiða í ljós
að þjóðin nýtur ríkulega hveiti-
brauðsdaga sinna með Iýðræð-
inu. 22 flokkar bjóða fram, flest-
ir samtök ofstækismanna og sér-
vitringa, t. d. hefnendur Trot-
sky, lærisveinar Tolstoys, þjón-
ar guðs, esperantistar o. fl. Aga-
leysi barna er mjög útbreitt eftir
að þau uppgötva að hernámslið-
ið hefur þau ekki að skotspæni.
Miljónir barna eru fluttar til
hressingardvalar í Kanada og
Bandaríkjunum og koma heim
sem lýsandi vitnisburður um
góðvild Vesturveldanna. Launa-
hæstu menn í Rússlandi eru þýð-
endur útlendra bóka. Koestler
leggur áherzlu á, nú eins og ætíð
fyrr, að kommúnismi hafi aldrei
ríkt í Rússlandi, heldur járn-
hart einræði stalinismans.
Nevins, prófessor við Colum-
biaháskólann lýsir vandamálun-
um í sambandi við uppfræðslu
fólksins og lausn andlegs lífs úr
viðjum einræðisins. Oksana Ka-
senkina, sem hoppaði út um
glugga á þriðju hæð í rússneska
sendiráðinu í New York, sællar
minningar, lýsir afturkomu
kristindómsins til Rússlands. J.
B. Priestley situr að tedrykkju
í mið jum rústunum ásamt hinum
sjö frelsuðu rússnesku mennta-
gyðjum, sem umyrðalaust klæð-
ast skínandi nylonkjólum. Stu-
art Chase ræðir efnahagsmál-
in, verkalýðsforinginn Walther
Reuther (sem var í Rússlandi
1930) tekur að sér að kippa iðn-
aðarmálunum í lag. Walther
Winchell sér um blaðamennsk-
una. fþróttaritstjórinn Red
Smith lýsir Ölympíuleikunum í
Moskva 1960, og fylgir hópmynd
af tékka, siginaxla englendingi,
þjóðverja, amerískum negra,
japana og manni sem við fyrstu
sýn virðist vera amerískur há-
skólastúdent, en reynist vera
rússi. Þeir standa í röð og halda
hver utan um annan. Á næstum
hverri síðu heftisins mæta les-
andanum hinir fallegu, bláeygu
piltar í liði Sþ, í hrópandi mót-
sögn við hina ógeðfelldu,
skuggalegu, skeggjuðu, skáeygu
rauðu djöfla. En allt fer vel,
áður en lýkur hafa rauðliðarnir
fengið ný andlit, hreinsun af
öllu ljótu, andlit vestursins.
Allir greinarhöfundar klifa á
því hver í kapp við annan, að
ekki sé gerð nein tilraun til að
hafa áhrif á hinn frjálsa rúss-
neska anda, en þó eru hinir sigr-
uðu látnir gleypa gráðugir við
amerískri list, iðnaði, tízku,
teiknimyndasögum, blaða-
mennsku, jafnframt því sem
þeir syngja í sífellu uppáhalds-
lagið sitt „Fíflið Stalin“. Grein-
inni um prentfrelsið lýkur með
mynd af brosandi blaðasölukonu
sem stendur í blaðsöluturni sín-
um og umhverfis hana eru til
sýnis trúverðugar rússneskar
eftirlíkingar af Colliers, Life,
Time, Reader’s Digest, News-
week og Saturday Evening Post.