Úrval - 01.06.1952, Síða 25
Allar líffræðilegar líkur benda til
að mannkynið eigi langa fram-
tíð fyrir sér.
Framtíð mannsins í Ijósi líffrœðinnar.
Grein úr „The Saturday Review of Literature“,
eftir dr. R. R. Spencer.
1 DÁNARVOTTORÐUM
•t*- lækna mun mega finna að
minnsta kosti fimm hundruð
dánarorsakir. I „Skrá yfir sjúk-
dómaheiti" (Standard Nomen-
■clature of Disease) eru skráðir
fleiri en 8000 sjúkdómar. Svo
virðist sem mannkynið sé ofur-
selt fleiri sjúkdómum en nokk-
ur önnur tegund lífvera.
Líffræðingar verða margs
fróðari um lífið með því að at-
huga einföldustu og smæstu líf-
verurnar bæði úr jurta- og dýra-
ríkinu. Þeir sjá að það er ekki
auðvelt fyrir neina dýrategund
að halda sér lifandi; þeir upp-
götva, að það eru orsakatengsl
milli erfiðleika og þrenginga
annarsvegar og afreka og sigurs
hinsvegar.
í sögu mannkynsins skiptast
á, tímabil blóðs, svita og tára og
tímabil mikilla afreka. Vegna
aðlögunarhæfileika mannsins
hefur hann öllum öðrum dýra-
tegundum meiri möguleika til
framhaldandi lífs, en hin mikla
•sérhæfing hans teflir jafnframt
framtíð hans í meiri tvísýnu en
framtíð nokkurrar annarrar teg-
undar.
Til þess að skilja hversvegna
lífrræðingarnir líta björtum aug-
um á framtíð mannkynsins, er
nauðsynlegt að athuga fyrst
nokkrar líffræðilegar stað-
reyndir.
Það er til algilt lögmál, sem
er eldra en lífið sjálft: lögmál
breytinganna. Það á við um
allt, jafnt dautt sem lifandi, að
ekkert helzt óbreytt. Og á ekk-
ert er náttúran jafn eyðslusöm
og hina lifandi einstaklinga af
öllum tegundum. Ef forndýra-
fræðingarnir hafa lesið jarðlögin
rétt, þá gildir hið sama um teg-
undirnar, þær koma og fara með
tiltölulega stuttu millibili. í
minni núlifandi manna hafa tvær
tegundir fugla hér í Ameríku
dáið út: ferðadúfan (passenger
pigeon) og akurhænan (heath
hen). Ekki er langt síðan dúdú-
fuglinn lagði upp laupana, og
sagt er að hin ameríska starra-
tegund (whooping crane) sé að
deyja út.
Rík aðlögun að sérstöku um-
hverfi dregur venjulega úr hœfi-
leikanum til að laga sig eftir
annarskonar umhverfi. Appel-
sínutréð vex t. d. í Flórída, en