Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 31
ÞAÐ SEM SIOUX INDlÁNARNIR KENNDU MÉR
29
búðanna eða spilla veiði, sem
kannski gat ráðið úrslitum um
vetrarforða heils ættflokks.
En ég vissi líka, að aldrei
myndi hið nýfædda barn kynn-
ast refsandi hendi í neinni mynd.
Það er alið upp án þess að það
sé nokkurn tíma beitt líkam-
legri refsingu. Ég mundi eftir
þungum svip Sioux indíánanna
þegar þeir voru vitni að því að
pabbi flengdi okkur í bræði
sinni. Þeir líta enn á hvíta menn
sem grimmdarseggi, er fari með
börn sín eins og óvini, sem
þurfi að múta, refsa eða með-
höndla eins og brothætt leikf öng,
allt eftir ástæðum. Þeir telja að
börn sem eru þannig alin upp
verði ósjálfstæð og vanþroska
og hætti til að láta skapið
hlaupa með sig í gönur í hópi
fjölskyldunnar. Þeir benda á
hið vaxandi agaleysi og ofbeld-
ishneigð unglinga, sem er ó-
þekkt meðal indíána.
Hinir eirrauðu nágrannar okk-
ar vöruðust að láta börnin njóta
of mikillar umhyggju eða vernd-
ar, einkum var þess gætt að
móðirinn tæki ekki elzta son
sinn fram yfir hin börnin. Það
var siður að elzta syninum væri
fenginn annar faðir, venjulega
maður sem átti hjartagóða konu,
og við arinn hennar dvaldi
drengurinn löngum, og hana
gat hann umgengizt frjálslegar
en móður sína. Ef drengurinn
sýndi seinna einhverja sérstaka
hæfileika, gat hann valið sér
annan læriföður, mann sem var
betur hæfur til að kenna hon-
um hið sérstaka hugðarefni
hans. Áður fyrr stefndi hugur
ungra drengja til hermennsku,
veiðiskapar, prestsskapar eða
lista. Nú stefnir hann til jarð-
ræktar, nautf járræktar eða véla-
mennsku.
Þegar indínadrengurinn fór að
skríða var ekki hrópað, „nei,
nei!“ að honum og kippt í hann
þó að hann léti heillast af töfr-
um eldsins og skriði í áttina til
hans. „Hann verður að læra af
biti logans að láta hann í friði.“
Þegar hann kippti að sér hend-
inni með lágu kjökri beindust
reiðileg augu hans ekki að full-
orðna fólkinu heldur að glóðar-
molunum, sem valdið höfðu hon-
um sársauka. Þetta átti eftir
að endurtaka sig nokkrum sinn-
um, en hann skreið gætilegar að
eldinum en í fyrsta skiptið og
brátt hafði hann lært af reynsl-
unni hvar hlýjan frá eldinum
breyttist í brunahita.
Þegar indíánadrengurinn, ná-
granni minn, var sex vikna hafði
hann kynnzt vatninu. „Hann
verður að fara út í ána áður en
hann gleymir að synda,“ sagði
móðir hans við mig. Hún var
sannfærð um að sundhæfileik-
inn væri öllum skepnum gefin:
hvolpinum, folaldinu, kálfinum
og barninu. Drengurinn var orð-
inn vel syndur áður en hann
hafði lært að ganga, og þess-
vegna var óhætt að láta hann
leika sér á árbakkanum.
Framkoma indíánadrengsins