Úrval - 01.06.1952, Side 46
Móðir, sem ekki vill láta nafns
síns getið, segir frá átak-
aniegri reynslu sinni.
Sonur minn er eiturlyfjaneytandi.
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
skráð af Cameron Comelk
Er G verð að segja þessa sögu,
jafnvel þó að ég blygðist
mín fyrir hana. Sonur minn er
eiturlyfjaneytandi. Það hefur
tekið mig þrjú ár að læra að
horfast í augu við þá staðreynd
og lifa við hana. Ef saga mín
gæti orðið einhverjum öðrum
foreldrum að liði, væri ég þakk-
lát.
Við hjónin lifðum nánu fjöl-
skyldulífi með Buddy syni okk-
ar þangað til maðurinn minn dó.
Ég notaði líftryggingarféð til
að setja á fót litla kjólaverzlun.
Eftir að ég fór að vinna vorum
við Buddy sjaldnar saman. Hann
var 16 ára, gekk í menntaskóla,
og vildi sjálfur ráða hvað hann
gerði á kvöldin. Einn af kunn-
ingjum hans átti bíl. Mér var
illa við að Buddy væri með
honum, en sagði ekki neitt. Ég
reyndi að fá hann til að vera
meira heima, en hann var orðinn
eirðarlaus; hann gekk fram og
aftur um húsið og iðaði í stóln-
um í hvert skipti sem hann
reyndi að setjast til að hvíla sig.
Ég hélt þetta væri bara eirðar-
leysi gelgjuskeiðsins.
Það var um þessar mundir,
sem ýmislegt tók að hverfa úr
húsinu. Eitt kvöld þegar ég kom
heim var viðtækið horfið. Buddy
reyndi alla glugga og hurðir til
að vita hvar innbrotsþjófur
hefði getað komizt inn, en allt
var rammlæst. Næst hurfu pen-
ingar úr buddunni minni, byss-
ur mannsins míns og ljósmynda-
vélin hans, jafnvel saumavélin
mín hvarf líka. Sú hugsun
hvarflaði ekki að mér að Buddy
hefði tekið allt þetta til að kaupa
fyrir það heroin.
Þegar Buddy fékk inflúenzu
veturinn eftir, skipaði læknirinn
honum að liggja í rúminu
nokkra daga. Ég tók eftir að
hræðslusvipur kom í augu hans
við orð læknisins. Daginn eftir
var hann verri. Ég heyrði hann
kasta upp og stynja í baðher-
berginu.
Ég kom inn í herbergið hans
þegar hann var að staulast upp
í rúmið, náfölur í framan. Hann
stjakaði mér burtu og horfði
á mig næstum eins og hann hat-
aði mig.
,,Ég ætla út,“ sagði hann.
Én hann var of máttfarinn til
þess. Hann engdist í rúminu eins