Úrval - 01.06.1952, Qupperneq 47

Úrval - 01.06.1952, Qupperneq 47
SONUR MINN ER EITURLYFJANEYTANDI 45 og hver einasti vöðvi í líkama hans væri kvalinn. ílann kreisti höfðagaflinn svo að hnúarnir hvítnuðu. Læknirinn gat ekki komið fyrr en undir kvöld, og áður en hann kom var Buddy farinn að gráta eins og barn, „Mamma,“ stundi hann, „sérðu ekki að ég þarf að fá eitt skot?“ Ég vissi ekki hvað hann átti við. En milli kvalastunanna sagði hann mér að það væri heroin sem hann þyrfti að fá. Hjá mér vöknuðu geðshrær- ingar af sundurleitasta tagi ■—• vorkunnsemi, reiði, og vantrú. Ég þaut út úr herberginu og í einu vetvangi var mér allur máttur þrotinn. Þegar ég kom upp í herbergi Buddys nokkrum mínútum síð- ar var hann farinn. Á næstu klukkustundum tók ég ótal sinnum upp símann til þess að hringja til yfirvaldanna — lög- reglunnar — eða einhvers. En ég gat ekki hugsað til að sonur minn yrði settur í fangelsi. Ég var ráðin í að berjast gegn þessum óvini. Ég sé nú að að- ferð mín var röng, en ég veit ekki enn hver sú rétta er. Klukkan níu um kvöldið kom Buddy heim. Hann var tekinn og ógreiddur, en virtist að öðru leyti heilbrigður. Hann hafði bersýnilega fundið það sem hann leitaði að. Ég tók hann tali. Hann reyndi að gera lítið úr þessu. „Það eru margir strákar sem nota þetta, mamma,“ sagði hann. „Maður reynir þetta bara eins og hinir. Ég er ekki orðinn þræll þess, mamma.“ Ég ákvað að bíða átekta, en eftir nokkra daga fór hann aftur að vera lengi úti á kvöldin. Hann vildi ekki borða og ég sá að hann lagði af. En eftir fyrstu nóttina gat hann horft í augu mér og neitað því að hann notaði nokkur eiturlyf. Ég beið eins lengi og ég gat áður en ég leitaði ásjár hjá Eiturlyfjanefnd ríkisins. Ég hef alla tíð verið þakklát fyrir þá kyrrlátu góðvild og skilning sem umboðsmaður nefndarinnar sýndi mér. Hann kærir sig sjálf- sagt ekki um að ég láti uppi nafn hans og ég ætla því að kalla hann Robert Maxwell. Þegar ég hafði sagt honum sögu Buddys sagði hann: „Ég get ekki veitt yður þá hjálp sem ég vildi. Það eru aðeins tveir ríkisspítalar í landinu, sem taka við svona sjúklingum og þeir eru báðir fullsetnir. Auðvitað gætum við sett drenginn í fang- elsi til að halda honum frá eit- urlyfjum um skeið. En það er harkaleg aðferð og ekki líklegt að hún hafi gagnleg áhrif til frambúðar. Mestu máli skiptir að glæða vilja sonar yðar til að hætta. Og jafnvel það dugir ekki. Hann mun samt þurfa á hjálp að halda. Sennilega mun hann snúast gegn okkur fyrst. Það er kannski bezt þér segið honum að ég hafi lofað að láta hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.