Úrval - 01.06.1952, Síða 58
56
ÚRVAL
nú skulum við koma niður í
ógnarkjallarann!“
Við förum úr litlu skrifstof-
unni hans og göngum niður
vindustiga niður í neðanjarðar-
hvelfingu. Megnri grafarlykt
slær á móti okkur. Tussaud
strýkur með fingri eftir rökum
steinveggnum og virðist ánægð-
ur.
,,í fyrstu var ekki unnt að
fá fram raka hér, þangað til við
fundum upn á að opna holræsi.
í þrjú ár hefur nú verið hér
ágætis rotnunarlykt. Aðsóknin
jókst strax. Sjáið þér, hérna er
pyndingaklefinn. Og þarna er
morðdeildin. Flestir hafa morð-
ingjarnir kyrkt fórnarlömb sín.
Ég hef níu þesskonar morðingja,
en það er orðið erfitt að fá þá.
Sú aðferð er ekki lengur í tízku.
Nú nota menn byssu, og það
er svo lítið hægt að gera úr því.
Maðurinn sem þarna hangir, er
John Haigh. Og gætið þér yðar
nú!“
Það heyrast lágar drunur.
jörðin skelfur, og allt í einu fer
John Haigh að dingla í henging-
aról sinni, úr öllum áttum er
kinkað til mín kolli og í reiddri
hendi eins böðulsins tekur öxin
að titra.
„Hérna, fáið yður eina,“ segir
Tussaud og réttir að mér sígar-
ettupakka. ,,Þér megið ekki láta
þetta skjóta yður skelk í bringu.
Þetta er bara neðanjarðlestin.
Línan frá Paddington til Kings
Cross liggur hér undir. Svona
smáatriði gefur af sér tíu pund
á dag. Áður fyrr hafði vörður-
inn sem hér var, það hlutverk
að reka upp skerandi óp rétt áð-
ur en drunurnar byrjuðu, en við
urðum brátt að hætta því. Fólk
vill að vísu verða smeykt, en
það kærir sig ekki um að fá.
slag. Og það er vel skiljanlegt.
Vandinn er hér eins og víðarr
hve langt má ganga ? Þetta virð-
ast vera takmörkin. Ef farið
er yfir þau, fækkar gestunum..
Þér haldið sjálfsagt að stríð-
ið hafi gert mann harðari og
ónæmari, en hið gagnstæða er
sönnu nær. Fyrir 1914, í tíð afa
míns, þá mátti ýmislegt! Hann
fann að lokum upp á atriðum,
sem tóku á taugar starfsfólks-
ins. Já, hann var meistari í fag-
inu! Meginregla hans var: gest-
ina verðum við að gera ánægða
hvað sem það kostar. Hann var
jafnvel ekki smeykur við að ná
sér í lík — og stundum átti hann
til að nota lifandi rottur. Nú á
dögum býðir ekki að bjóða fólki
slíkt. Það þolir það ekki. Áður
fyrr, þegar fólk var betur nært
og ástandið í heiminum betra,
þoldu menn það. En til hvers
er að bjóða fólki í ógnarkjall-
ara, þegar ástandið uppi á jörð-
inni er litlu betra?“
,,Hver fann fyrstur upp á
ógnarkjallaranum ?“
,,Madame Tussaud sjálf.
Prófessor í Cambridge, þar sem
hún hafði sýningu árið 1818,
hneykslaðist á því að stjórn-
málamenn og glæpamenn skyldu'
vera settir hlið við hlið á sýn-