Úrval - 01.06.1952, Síða 61
VAXMYNDASAFN MADAME TUSSAUD
59
bragði, mundi sjá allt aðra og
Ijótari sjón. Hann sæi líkama í
krampadráttum, með ótal fætur,
sem virðast flækjast hver fyrir
öðrum eins og á skorkvikindi:
risabjöllu í dauðateygjunum.
Og það sem hinir gömlu kopar-
stungumeistarar gerðu það ger-
ir mannsaugað enn í dag: það
setur saman úr f jölda hreyfinga,
sem virðast fáránlegar ef þær
eru skoðaðar hver út af fyrir
sig, eina samstæða heild. Við
klippum strimil úr kvikmynd,
sem hrært hefur okkur til tára,
-— og hvað sjáum við? Hlægi-
legar svipmyndir sem ekkert tjá
okkur. Augu okkar eru í raun-
inni ekki eins og linsan í ljós-
myndavélinni, heldur öllu frem-
ur einskonar litróf, sem hleypir
í gegn ákveðnum geislum, en
gleypir aðra í sig. Útkoman
verður mynd — ekki af veru-
leikanum, og þó sá veruleiki
sem við trúum að hún sé:
mannslíkami.
Og nú getum við getið okkur
til hversvegna vaxmyndirnar
frá því fyrir 1850 eru ágætar,
og hversvegna þær sem yngri
eru, eru gersneyddar lífi. Marka-
línan er uppfinning ljósmyndar-
innar. Tengslin við sköpunar-
mátt mannsins eru skyndilega
rofin. Ljósið streymir óhindrað
gegnum linsuna, án þess að fara
í gegnum sáld vitundarinnar. I
fyrsta skipti sáu menn mynd
veruleikans. Þýðing þessa verð-
ur naumast ofmetin. Ein afleið-
ingin varð sú, að menn lærðu
að gera greinarmun á hinni
máluðu mannsmynd og manns-
andlitinu eins og það er. Fyrir
afkomendur Madame Tussaud
varð þessi greinarmunur afdrifa-
ríkur. Þeir gerðu ljósmyndir
úr vaxi. Af stakri nákvæmni
mótuðu þeir höfuð sín eftir
ótal ljósmyndum og forðuðust
að víkja í nokkru frá fyrir-
myndinni. Árangur þessarar al-
geru eftiröpunar varð dauð
mynd. Einmitt gallarnir í verk-
um formóður þeirra gáfu þeim
gildi. Maður lítur á höfuð Volt-
aires og sér að sérkenni hans
eru ýkt, en við segjum undir
eins: þetta er Voltaire. En
höfuð Churchills, sem í máli
skeikar hvergi um millímetra,
er ekki líkt. Það er dautt. Er
það ekki skrítið?
„Náttúrleg" ljösmynd.
Ljósmyndari var að taka mynd af bónda og syni hans í til-
efni þess að sonurinn hafði nýlokið háskólanámi. Ljósmyndar-
inn stakk upp á, að bóndinn sæti, en sonur hans stæði við hlið
hans með höndina á öxl föður síns.
,,Ef þér viljið fá náttúrlega rnynd," sagði bóndinn við ljós-
myndarann, ,,þá segið honum að sting-a hendinni í vasa minn.“
,, — News Chronicle. ,