Úrval - 01.06.1952, Page 83
SYND og veruleiki
81
væru frænka hennar og ein eða
tvær stúlkur úr tízkuverzluninni.
Þingmaðurinn hafði aldrei á
ævinni verið jafnhamingjusam-
ur. Það var honum ánægjuefni
að hugsa til þess að jafnvel hér
í heimi skuli góðverk hljóta um-
bun, því að hafði hann ekki af
einskærri góðmennsku farið með
konu sinni á tízkusýninguna
kvöldið sem skuldirnar við
Bandaríkin voru til umræðu í
öldungadeildinni og hann sá Lis-
ette í fyrsta skipti? Því betur
sem hann kynntist henni, því
heitari varð ást hans. Hún var
yndislegur félagi. Hún var kát
og vingjarnleg. Gáfur hennar
voru í góðu meðallagi og hún
gat hlustað greindarlega þegar
hann ræddi um viðskiptamál eða
landsmál við hana. Hann fann
hvíld hjá henni þegar hann var
þreyttur og hún kom honum í
gott skap, þegar hann var leið-
ur. Hún fagnaði honum þegar
hann kom, og hann kom oft,
venjulega milli klukkan fimm og
sjö og hún saknaði hans þegar
hann fór. Hún lét hann finna,
að hann væri ekki aðeins elsk-
hugi hennar heldur einnig vinur.
Stundum snæddu þau saman
kvöldverð í íbúð hennar, og ljúf-
feng máltíðin og notaleg heim-
ilishlýjan kenndu honum að
meta unað heimilislífsins. Vinir
hans sögðu honum að hann
hefði yngzt um 20 ár í útliti,
og honum fannst það sjálfum.
Hann vissi vel hve lánsamur
hann var. En honum fannst að
hann hefði unnið til þess eftir
að hafa lifað grandvöru lífi og
þjónað landi sínu dyggilega.
Það var því mikið áfall fyrir
hann, eftir að allt hafði gengið
að óskum í nærri tvö ár, þegar
hann kom til Parísar einn sunnu-
dagsmorgun úr kjördæmi sínu.
Hann hafði ætlað að dvelja þar
um helgina, en áætlunin hafði
breytzt. Og af því að þetta var
á sunnudagsmorgni, fór hann
rakleitt til Lisette og bjóst við
að koma að henni í rúminu. En
hún sat þá að morgunverði í
svefnherbergi sínu ásamt ung-
um manni sem hann hafði aldrei
séð fyrr, og var hann í spánnýj-
um náttfötum þingmannsins.
Lisette varð undrandi að sjá
hann. Það mátti jafnvel merkja
að henni var brugðið.
„Tiens,“ sagði hún. „Hvaðan
ber þig að? Eg bjóst ekki við
þér fyrr en á morgun.“
„Stjórnin er fallin,“ sagði
hann utan við sig. „Mér voru
gerð boð. Mér er boðin innan-
ríkisráðherrastaðan.“ En þetta
var alls ekki það sem hann ætlaði
að segja. Hann leit heiftarlega á
unga manninn í náttfötunum
sínum (þ. e. þingmannsins).
„Hver er þessi ungi maður?“
hrópaði hann.
Á rauðum vörum Lisette
kviknaði töfrandi bros.
„Elskhugi minn,“ sagði hún.
„Heldurðu að ég sé fífl?“
hrópaði þingmaðurinn. „Ég veit
hann er elskhugi þinn.“
„Af hverju spurðirðu þá?“