Úrval - 01.06.1952, Síða 92

Úrval - 01.06.1952, Síða 92
90 ÚRVAL Willi roðnaði. „Við ættum heldur að halda áfram.“ Hans yppti öxlum. ,,Ég ætla bara að ljúka við vínflöskuna, svo skulum við fara.“ Honum leið vel og það hefði verið gaman að tefja lengur. Hann hafði verið á ferðinni frá því um morguninn og verkjaði í allan líkamann eftir að hafa setið á mótorhjólinu í margar klukkustundir. Sem betur fór áttu þeir ekki langa leið fyrir höndum, aðeins til Soissons — tíu eða fimmtán kílómetra leið. Hann fór að velta því fyrir sér, hvort hann yrði svo heppinn að fá rúm til að sofa í. Auðvitað hefði þetta ekki komið fyrir, ef stúlkan hefði ekki verið flón. Þeir Willi höfðu villzt, þeir höfðu hitt bónda á akri og spurt hann til vegar og hann hafði sagt þeim rangt til af ásettu ráði. Þeir höfðu haldið eftir hliðar- vegi. Þegar þeir komu að bæn- um, höfðu þeir spurt aftur til vegar. Þeir höfðu spurt mjög kurteislega, því að hermönnun- um hafði verið fyrirskipað að koma vel fram við frönsku íbú- ana, svo framarlega sem þeir gerðu ekkert af sér. Stúíkan kom til dyra, en hún kvaðst ekki rata til Soissons, og þessvegna fóru þeir inn. Kona, sem Hans bjóst við að væri móðir hennar, vísaði þeim á rétta leið. Heim- ilisfólkið, bóndinn, kona hans ■og dóttir, höfðu verið að snæða kvöldverðinn og það stóð vín- flaska á borðinu. Það minnti Hans á, að hann var dauð- þyrstur. Það hafði verið heitt um daginn og hann hafði ekki dreypt á neinu frá því um há- degi. Hann hafði beðið þau um flösku af víni og Willi hafði bætt því við, að þeir myndu borga hana vel. Willi var bezti náungi, en of mikill meinleysingi. Þegar öllu var á botninn hvolft, voru þeir þó sigurvegararnir. Hvar var franski herinn? Á æðisgengnum flótta. Og Bret- arnir höfðu hlaupizt frá öllu saman og flúið eins og rakkar yfir á eyna sína. Voru sigurveg- arar ekki vanir að slá eign sinni á það sem þá vanhagaði um? En Willi hafði unnið hjá klæð- skera í París í tvö ár. Hann tal- aði að vísu vel frönsku og þess- vegna hafði hann hlotið þetta starf í hernum, en dvölin hafði líka haft önnur áhrif á hann. Þetta var úrkynjuð þjóð. Þjóð- verji hafði ekki gott af að dvelja meðal hennar. Húsfreyjan setti tvær vín- flöskur á borðið og Willi tók tuttugu franka úr vasa sínum og rétti henni. Hún þakkaði honum ekki einu sinni fyrir. Hans talaði ekki eins góða frönsku og Willi, en hann gat gert sig skiljanlegan, og þeir félagar töluðu alltaf saman á þvi máli. Willi leiðrétti villur hans. Hann hafði svo mikið gagn af Willi að þessu leyti, að hann gerði hann sér handgeng-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.