Úrval - 01.06.1952, Side 97

Úrval - 01.06.1952, Side 97
ÓSIGRANDI 95 hans. Þau sögðu ekki orð. Kon- an hélt áfram eldamennskunni, og bóndinn starð þungbrýnn á vaxdúkinn á borðinu. En það þurfti meira til þess að koma hinum skapgóða Hans úr jafn- vægi. „Bonjour, la compagnie“ sagði hann glaðlega. „Ég kom með gjöf handa ykkur.“ Hann leysti utan af bögglin- um, sem hann hafði meðferðis, og tók úr honum allstóran ost- bita, stykki af svínsfleski og nokkrar sardínudósir. Konan sneri sér við, og hann brosti þegar hann sá græðgisglamp- ann í augum hennar. Bóndinn horfði fýlulega á matföngin. Hans brosti út undir eyru. ,,Mér þykir leitt að þessi mis- skilningur skyldi hafa komið fyrir, þegar ég kom hingað fyrst. En þið hefðuð ekki átt að blanda ykkur í málið.“ í sama bili kom stúlkan inn. „Hvað ert bú að gera hérna?“ sagði hún höstug. Svo tók hún eftir bví, sem hann hafði komið með. Hún sópaði því saman og kastaði í hann. „Farðu með þetta.“ En móðir hennar skarst í leikinn. „Annetta, þú ert brjáluð." „Ég tek ekki við gjöfum af honum.“ „Þetta er okkar eigin matur, sem beir hafa stolið frá okkur. Líttu á sardínurnar. Það eru sardínur frá Bordeaux.“ Hans horfði á stúlkuna og háðið skein úr bláum augum hans. „Nú, svo þú heitir Annetta? Það er fallegt nafn. Sérðu eftir ofurlitlum matarbita í foreldra þína? Þú sagðist ekki hafa bragðað ost í þrjá mánuði. Ég gat ekki náð í svínslæri; ég gerði það sem ég gat.“ Húsfreyjan tók kjötstykkið og þrýsti því að brjósti sínu. Það var engu líkara en hana langaði til að kyssa það. Tárin runnu niður kinnar Annettu. „Ó, hvílík smán!“ „Vertu ekki að þessu, það er engin skömm að ostbita og fleskstykki." Hans settist og kveikti sér í sígarettu. Svo rétti hann gamla manninum sígarettupakkann. Bóndinn var á báðum áttum andartak, en freistingin bar hann ofurliði. Hann tók síga- rettu og rétti gefandanum pakk- ann. „Eigðu hann,“ sagði Hans. „Ég get fengið nóg af þessu.“ Hann saug að sér reykinn og blés reykskýi út um nefið. „Hvers vegna getum við ekki verið vinir? Unnið verk verð- ur ekki aftur tekinn. Stríð er stríð, þú veizt hvað ég á við. Ég veit að Annetta er menntuð stúlka og mig langar til að hún sé ekki reið við mig. Ég býst við að við verðum enn lengi í Soissons og að ég geti fært ykk- ur ýmislegt, sem ykkur vanhag- ar um. Þið vitið, að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur vel við íbúana
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.