Úrval - 01.06.1952, Síða 98

Úrval - 01.06.1952, Síða 98
96 TJRVAL í borginni, en þeir vilja ekki þiggja vináttu okkar. Þeir láta jafnvel sem þeir sjái okkur ekki, þegar við mætum þeim á göt- unni. Það var í raun og veru ekki annað en slys, sem kom fyrir, þegar við Willi komum hingað. Þú þarft ekki að vera hrædd við mig. Ég skal virða Annettu eins og hún væri systir mín.“ „Hversvegna ertu að koma hingað? Hversvegna getur þú ekki látið okkur í friði?“ spurði Annetta. Hann vissi það í rauninni ekki. Hann vildi ekki viðurkenna, að hann þráði hlýlegt viðmót. Hinn þögli fjandskapur, sem um- kringdi þá alla í Soissons, tók svo mjög á taugar hans, að stundum, þegar Frakki lét sem hann sæi hann ekki, langaði hann til að berja hann, en stundum lá honum líka við gráti. Það væri gott að eiga einhvern samastað, þar sem honum væri tekið af velvild. Hann talaði sannleika þegar hann sagði, að hann girntist ekki Annettu. Hann var ekki hrifinn af stúlkum eins og henni. Hann var hrifinn af háum og brjóstamiklum stúlk- um, bláeygum og Ijóshærðum eins og hann var sjálfur, hann vildi að þær væru þrekmiklar og duglegar. Þessi fínleiki, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir, þessi dökku augu og langleita, föla andlit — það var eitthvað í fari stúlkunnar, sem gerði það að verkum, að honum hefði aldrei komið til hugar að skipta sér af henni, ef hann hefði ekki verið aliur í uppnámi út af sigrum þýzka hersins, ef hann hefði ekki verið svona þreyttur, ef hann hefði ekki drukkið allt þetta vín á fast- andi maga. I hálfan mánuð var Hans bund- inn við störf sín í hernum. Hann hafði skilið matvælin eftir á bóndabænum, og hann var ekki í minnsta vafa um að gamla fólkið hefði gert sér gott af þeim. Hann var að velta því fyrir sér, hvort Annetta hefði líka bragðað á matnum; hann myndi ekki hafa furðað sig á því, þó að hún hefði setzt til borðs með foreldrum sínum, jafnskjótt og hann var farinn. Þessir Frakkar gátu aldrei stað- izt freistinguna að fá eitthvað fyrir ekkert. Þeir voru veikgeðja og spilltir. Hún hataði hann, já, hún hataði hann sannarlega, en flesk var flesk og ostur var ost- ur. Honum varð oft hugsað til hennar. Það kvaldi hann, að hún skyldi hafa slíkan viðbjóð á honum. Hann var vanur því, að konur væru hrifnar af sér. Það væri spaugilegt, ef hún færi nú allt í einu að elska hann. Hann hafði notið hennar fyrst- ur, og hann hafði heyrt stúdenta í Miinchen segja frá því yfir bjórkollunum sínum, að konur elskuðu þann, sem fyrstur kæm- ist yfir þær, það væri upphaf ástarinnar. Fram að þessu hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.