Úrval - 01.06.1952, Síða 100

Úrval - 01.06.1952, Síða 100
98 ÚRVAL Pólland, þá hefði hann látið okkur í friði.“ Hans stóð upp. Hann sagðist koma fljótlega aftur. ,,Ég skal ekki gleyma fleskinu.“ Svo varð Hans fyrir sérstakri heppni, honum var falið nýtt starf og þurfti í sambandi við það að fara tvisvar í viku til borgar í nágrenninu, og þess- vegna gat hann komið miklu oftar til Périerfjölskyldunnar. Hann gætti þess jafnan að koma aldrei allslaus. En honum varð ekkert ágengt með Ann- ettu. Oftar en einu sinni gerði hún hann svo reiðan, að hann langaði mest til að þrífa í axl- irnar á henni og hrista úr henni líftóruna. Eitt sinn þegar hann kom, var hún ein inni, og þegar hún stóð upp, vamaði hann henni útgöngu. „Vertu kyrr. Ég þarf að tala við þig.“ „Talaðu. Ég er varnarlaus kona.“ „Það, sem ég ætla að segja þér, er þetta: Það lítur helzt út fyrir, að ég verði hérna lengi. Ástandið mun ekki fara batn- andi hjá ykkur Frökkum, það á eftir að versna. Ég get orðið ykkur gagnlegur. Hvers vegna ertu ekki skynsöm eins og for- eldrar þínir?“ Það var satt, að Périer gamli hafði látið undan síga. Það var ekki hægt að segja að hann væri innilegur, hann var meira að segja kuldalegur og óþjáll, en hann var alltaf viðráðan- legur. Hann hafði jafnvel beðið Hans að færa sér svolítið af tóbaki, og þegar hann vildi ekki taka við borgun, hafði hann þakkað honum fyrir. Honum þótti gaman að fá fréttir frá Soissons og greip áfjáður blað- ið, sem Hans kom með handa honum. Hans, sem sjálfur var bóndasonur, gat talað af viti um búskapinn. Þetta var góð jörð, hvorki of stór né of lítil, með góðum áveituskilyrðum, því að um landareignina rann allstór lækur, og þarna var líka nægur skógur, ræktanleg jörð og beitiland. Hans hlustaði með samúð þegar gamli maðurinn var að barma sér yfir því, að búskapurinn væri að fara í hundana, vegna þess að hann skorti vinnukraft og áburð, og búpeningurinn hefði verið tek- inn af honum. „Þú spyrð mig, hvers vegna ég geti ekki verið skynsöm eins og foreldrar mínir,“ sagði Ann- etta. Hún strengdi að sér kjólinn og sýndi honum vaxtarlag sitt. Hann gat ekki trúað sínum eig- in augum. Það sem hann sá, kom slíku róti á huga hans, að hann vissi hvorki upp né niður. Hann stokkroðnaði. „Þú ert ófrísk.“ Hún hné niður í stólinn, grúfði andlitið í höndum sér og grét. „Hvílík smán!“ Hann flýtti sér til hennar og ætlaði að taka hana í fang sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.