Úrval - 01.12.1956, Side 87

Úrval - 01.12.1956, Side 87
ÞRÓUN HEILANS OG STARFSEMI HANS 85 uðum að lýsa píanói með því að tala um þær frumeindir viðar, flóka og stáls, sem píanóið er gert úr. Þessvegna er hentugt, þótt það sé að vísu tilfundið, að hugsa sér mannshugann skiptan í þrjá hiuta, hvern um sig lauslega tengdan skipti- stöðvakerfum í heilanum. I mjög einföldum dráttum má hugsa sér, að þessir þrír hlutar séu hver um sig aðsetur skyn- semi, langana og samvizku ■— það sem Freud kallaði ego (sjáif), id (eðlisgerð) og sup- erego (hið æðra sjálf). Sjálfið eða meðvitundin, sem vér teljum ranglega að sé hið raunveruiega sjálf vort, er vettvangur hugsunar, skynsemi og hæfileikans til að setja sér eitthvað fyrir hugarsjónir. Það er anddyri ímyndunaraflsins. Það stjórnar persónuleikanum meðan vér erum vakandi, en er eins og hrátt skinn milli id, sem togar það í ýmsar áttir til að fullnægja löngunum, og hins æðra sjálfs eða superego, sem ætíð togar á móti og hvetur til gætni. Ekkert er manninum eins örugg vissa, þegar hann veit af sér, og einmitt það, að hann veit af sér. Descartes sagði: ,,Ég hugsa, þessvegna er ég.“ Öll dýr, sem hafa heilahvel virðast gædd þessari ,,ég-vit- und“, eða vitund um eigið sjálf, þó að hún skerpist að öllum líkindum eftir því sem heilinn þroskast. Margir sálfræðingar hugsa sér „straum vitundarinnar“ í líkingu við myndir á kvik- myndat jaldi: skynmyndirnar koma svo þétt, að þær renna saman og mynda óslitna lifandi runu. Þessvegna telja sumir, að það sé blekking að tala um „hugann“. En í hliðstæðum skilningi er þá efnið einnig blekking, því að það er að langmestu leyti tómt rúm; oss virðist stál- eða granít- blökk hörð og föst einungis af því að vér þreifum á henni með fingrum og horfum á hana með augum, sem gerð eru úr sama „blekkingar“-efni. I þessum skilningi er allt blekking. Mark- mið sálfræðinganna er að vara oss við ógætilegri notkun orðs- ins ,,hugur“, svo að vér lendum ekki í sömu ógöngum og eðlis- fræðingarnir með eterinn, sem þeir urðu að lokum að varpa fyrir borð. Fyrir oss skiptir sú staðreynd meginmáli, að vitundin tengir saman fortíð og nútíð og leyfir oss að gægjast örlítið inn í fram- tíðina. Vér finnum, að vakandi erum vér við meðvitund, en sof- andi meðvitundarlausir, en í raun og veru eru mörg stig þar á milli. Það er stigmunur á vitund maursins, býflugunnar, krabbans og smokkfisksins, en sennilega hefur ekkert þeirra ,,ég-vitund“. Vitund kattarins er miklu óljósari en vitund mannsins, þó að sumt af því sem gerist í kringum hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.