Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 13
FRA SKALDSOGU TIL KVIKMYNDAR
myndu þeir kaupa réttinn að dýrri bók en reiða fram frumlegt efni“.18
Flestir kvikmyndagerðarmenn láta þó í ljósi mun háleitari sjónarmið en
þessi. DeWitt Bodeen sem var meðhöfundur handritsins að Billy Budd
(1962) eftir Peter Ustinov fullyrðir: „Það leikur enginn vafí á því að
kvikmyndaleg aðlögun bókmenntaverks er skapandi verkefni sem krefst
ákveðins vals og túlkunar en einnig getu til að endurskapa og viðhalda
þegar tilbúinni stemmningu“.19 Samkvæmt þessu á sá sem aðlagar að líta
svo á að hann hafí svarið upprunalega verkinu hollustueið. Kvikmyndun
Peters Bogdanovich á Daisy Miller eftir Henry James er fyrst og fremst
samviskusamleg sjónræn útfærsla á frumverkinu, hvað sem líður afneit-
un hans á skáldsögunni („Mér fínnst þetta ekkert merkileg eða klassísk
saga. Eg lít ekki á hana með slíkri virðingu“20). Kvikmyndagerðarmenn
virðast yfírleitt hvorki nálgast efnivið sinn af áræðni né lýsa yfír hreinni
gróðahvöt.
Hvað sem líður kvörtunum áhorfenda yfír einni eða annarri afbökun
frumverksins halda þeir áfram að forvitnast um hvernig bókin „lítur út“.
Þeir skapa stöðugt sína eigin innri mynd af heimi skáldsögunnar og fólki
hennar og fysir mjög að bera eigin myndir saman við þær sem kvik-
myndagerðamaðurinn hefur búið til. En eins og Christian Metz hefur
bent á fínnur áhorfandinn „ekki alltaf sína kvikmynd því það sem við
honum blasir í hinni raunverulegu kvikmynd er hugarfóstur einhvers
annars“.21 Þrátt fyrir að óvíst sé um svölun eða að hljóð-sjónrænu mynd-
irnar falli að hugarmyndum „lesenda/áhorfenda“, halda þeir áfram að
flykkjast á „hugarfóstur einhverra annarra". Þeirrar undarlegu tilfínn-
ingar gætir einnig að frásögn í orðum af fólki, stöðum og hugmyndum
sem er aðalaðdráttarafl skáldsögunnar sé aðeins einn möguleiki af mörg-
18 Frederic Raphael, „Introduction“, Einn tvöfaldur [Twofor the Road], Jonathan Cape:
London, 1967.
19 DeWitt Bodeen, „Aðlögunarlistin“ [The Adapting Art], Films in Review, 14/6,
June-July 1963, s. 349.
20 Jan Dawson, „Meginlandsgjáin: Sögur Henrys James kvikmyndaðar“ [The Contin-
ental Divide: Filming Henry James], Sight and Sound, 43/1, Winter 1973-1974, s.
14; endurpr. að hluta sem „Viðtal við Peter Bogdanovich“ [An Interview with Pet-
er Bogdanovich] í G. Peary og R. Shatzkin (ritstj.), Klassíska bandaríska skáldsagan og
kvikmyndimar [The Classic American Novel and the Movies], Frederick Ungar Publis-
hing: New York, 1977.
21 Christian Metz, lmyndaða táknmyndin [The Imaginary Signifier[, Indiana University
Press: Bloomington, 1977, s. 12. [Þýð.: Upphafl. titill: Le signifiant imaginaire. Þessi
hluti bókar Metz kemur út í íslenskri þýðingu Torfa H. Tuliniusar 2002.]