Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 343
TVIHEIMAR
Geta tvíheimasambönd komið í veg fyrir myndun bandalaga eða hvatt
tii þeirra? Ekki er til neitt skýrt svar við því. Margt Karíbahafseyjafólk sem
býr í New York hefur til dæmis varðveitt tilfmningalegt samband við
heimaeyjar sínar og hefur skapað sér sérstaka sjálfsmynd Út frá menningu
sinni og stundum stétt, sem gerir það frábrugðið afrísk-amerískum íbú-
um, en með þeim deila þeir sömu efnislegu aðstæðum undirokunar vegna
kynþáttar og stéttar. Þessi viðbrögð verða sterkari vegna naumra auðlinda
og stigveldaðs þjóðfélagskerfis. Þetta er þó ekki sjálfsagt. Að einu leyti
getur meðvitund um tvíheimasjálfsmynd ýtt undir átakasambönd og til-
finningu um yfirburði gagnvart öðrum minnihluta- og farandhópum.42 A
hinn bóginn getur sameiginleg saga um nýlendustöðu, brottflutninga og
kynþáttafordóma orðið grunnurinn að bandalögum, eins og bandalögum
„svarta“ Bretlands gegn Thatcherismanum, sem sameinaði afríska, afrísk-
karabíska og suður-asíska íbúa á áttunda áratugnum. En slík bandalög
slitna og ný myndast þegar önnur tvíheimabandalög verða áberandi - til
dæmis tryggð við íslam í deilunum um Salman Rushdie. Engin trygging
er fyrir samstöðu „eftirlendubúa“. Pólitík innan tvíheima stjórnast af að-
ferðum sameiginlegrar tjáningar sem og tjáningar sem er margklofin og
sundurlaus. Um þetta segir Avtar Brah, sem hefur skrifað um deilurnar
um nöfn á tvíheimasamfélögum í Bretlandi á síðari hluta níunda áratug-
arins: „Notkun orðanna „svartur“, „indverskur" eða „asískur“ ákvarðast
ekki svo mjög af eðli merkingarmiðs þeirra heldur táknfræðilegri virkni
þeirra innan ólíkra orðræðna. Þessar ólíku merkingar vísa á mismunandi
pólitískar aðferðir og niðurstöður. Þær virkja til leiks ólíkar menningar-
legar og pólitískar sjálfsmyndir og setja hömlur á það hvar hægt er að
draga upp landamæri eins „samfélags““.43
42 Um spennuna milli íbúa frá Karíbahafinu og afrísk-amerískra íbúa í New York sjá
Nancy Foner, „West Indians in New York City and London: A Comparative
Analysis", Carabbean Life in New York City, bls. 117-30. Greining Diönu L. Velez
(„We Are (Not) in This Together: The Caribbean Imaginary in ‘Encancaranu-
blado’ by Ana Lydia Vega“, Callaloo 17,3/1994, bls. 826-833) á sögu eftir rithöf-
undinn Önu Lydiu Vega frá Puertó Ríkó, „Encancaranublado" (Encancaranublado
y otros Clientos de naufragio, Rio Piedras: Editorial Antillana, 1987, bls. 73-79),
dregur af mikilli skarpskyggni fram mismuninn eítir þjóðerni, menningu, kyn-
þætti, tungumáli, sem aðgreinir innflytjendurna frá Karíbahafi, sem og hvernig
þeir eru allir settir undir sama hatt í bandaríska kynþáttaflokkunarkerfinu. Hvort
þessi síðari endurstaðsetning þeirra á eftir að leiða til nýrra bandalaga eða átaka
innan tvíheimahagkerfisins, þar sem ríkir skortur og strit, á eftir að koma í ljós.
43 Avtar Brah, „Difference, Diversity and Differentation", bls. 130-13 1.
341