Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 209
TVISTRUN ÞJOÐARINNAR
tíma markalínunnar, sem tákngerast í frásagnartímalagi þar sem klofn-
ingurinn, tvíbendnin og flöktið á heima?
Þegar þjóðin er svipt þeim beina sýnileika sem söguhyggjan veitir -
„horft til lögmætis genginna kynslóða eftir menningarlegu sjálfsforræði“25
- þá breytist hún frá því að vera tákn þess nútímalega og verður afleiðing
etnógrafískrar skráningar á því sem er „samtíða“ í menningu nútímans.
Slík færsla á sjónarhorni sprettur upp úr viðurkenningu á því að gripið hef-
ur verið fram í ræðu þjóðarinnar sem er tjáð í spennunni milli þess að tákna
fólkið sem fyrirfram gefna sögulega tdlvist, sem viðföng og viðtakendur; og
þess að skapa fólkið sem gerendur frásagnarinnar, sem tjáir „tilvist“ sína
með endurtekningu og slætti hins þjóðlega tákns. Viðtakan byggir frásagn-
arvald sitt á hefð fólksins, en Poulantzas26 lýsir henni sem þeirri stund þeg-
ar það útnefnir sjálft sig, er fangað í röð sögulegra stunda sem standa fyrir
eilífð sem framleiðir sjálfa sig. Gjörningur frásagnarinnar brýtur upp
óskorað vald sjálfs-framleiðslu þjóðarinnar með því að kasta skugga á milli
fólksins sem „ímyndar“, og merkingar þess sem aðgreinandi tálrns Sjálfs-
ins, frábrugðið þeim sem er Annar og stendur fyrir Utan.
I stað andstæðra póla þjóðarinnar annars vegar, sem er fyrirboði um
sjálfa sig og framleiðir sig „í sjálfri sér“, og annarra utanaðkomandi þjóða
hins vegar, þá hleypir gjörningurinn inn tímanum sem er „inn á milli“ eða
millitíða. Landamærin sem afmarka sjálfsvitund þjóðarinnar trufla sjálf-
knúinn tíma þjóðar-framleiðslunnar og sundra merkingunni um að þjóð-
in sé einsleit heild. Vandamálið er ekki einfaldlega „sjálfsvitund“ þjóðar-
innar andstætt annarleika annarra þjóða. Við stöndum andspænis þjóðinni
sem er klofin hið innra og er til marks um misleitni íbúanna. Þegar þjóðin
er lokuð af sem Hún/Sjálf, og stendur fyrir utan hina eilífu framleiðslu á
sjálfri sér, verður hún að merkingarrými á skilum sem markað er innan frá
af orðræðum minnihlutahópa, ólíkum sögum hópa fólks sem takast á,
fjandsamlegu yfirvaldi og spennusvæðum menningarlegs mismunar.
Þessi tvöföldu skrif eða tvístrun þjóðar (e. dissemi-nation) eru ekki bara
fræðileg æfing í innri þversögnum frjálslyndrar nútímaþjóðar. Það er
nauðsynlegt að gera ráð fyrir formgerð mæramenningar innan þjóðarinn-
ar til þess að beita hugtökum eins og mikilvægri aðgreiningu Raymonds
Williams á venjum sem eimir eftir af og venjum í mótun í andstæðum
menningum, en hann staðhæfir að þær krefjist skýringa sem „ekki eru
25 A. Giddens, The Nation State and Violence, Cambridge: Polity, 1985, bls. 216.
26 N. Poulantzas, State, Power, Socialism,, London: Verso, 1980, bls. 43.
207