Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 91
UM TURNA BABEL
afar náið, án þess þó að tákna nokkuð fyrir hann, er þýðingin
runnin undan frumtextanum. Vissulega síður undan lífí hans
en „afkomu“ („Uberleben“). Því þýðingin kemur á eftir frum-
textanum og að því er varðar mikil verk, sem aldrei fínna
þýðandann sem þeim er ætlaður á þeim tíma sem þau verða til,
markar hún afkomustig hans (Fortleben, í þetta sinn, afkoman
sem framlenging lífsins frekar en líf post mortevi). Hugmynd-
irnar um líf og afkomu (Fortleben) ber að skilja, að því er lista-
verk varðar, einfaldlega og án nokkurra myndhvarfa {vn völlig
unmetaphorischer Sachlichkeit).
Og samkvæmt að því er virðist hegelskri uppskrift, í afar hnitmiðuðum
kafla, hvetur Benjamin okkur til að hugsa lífið út frá andanum eða sög-
unni, og ekki út frá „lífrænum áþreifanleika" einum saman. Það er líf um
leið og „afkoman“ (andinn, sagan, verkin) nær út yfír lífið og hinn líf-
fræðilega dauða: „Það er öllu heldur með því að viðurkenna líf alls þess
sem saga er af og sem er ekki aðeins svið hennar sem hugtakinu um líf er
gert rétt til. Því þegar allt kemur til alls er það út frá sögunni, ekki nátt-
úrunni ... sem draga þarf umgjörð lífsins. Þannig skapast heimspekingn-
um það verkefni (Aufgahe) að skilja allt náttúrulíf út frá hinu yfirgrips-
meira lífí, sem er líf sögunnar“.
Þegar í yfirskrift ritgerðarinnar - og ég held mig við hana í bili -
ákvarðar Benjamin vandann, í merkingu þess sem einmitt er staðiðframmi
fyrir líkt og verkefni: það er vandi þýðandans en ekki þýðinga (né heldur
kvenþýðandans - látum þess getið hér og sú spurning er ekki smávægi-
leg). Benjamin segir ekki verkefni eða vandi þýðinga. Hann tilgreinir
geranda þýðingarinnar, sem skuldugan þegn, skyldubundinn, þegar í
stöðu erfingja, færðan inn sem eftirlifandi í ættartölu, sem afkomandi eða
hvatamaður afkomu. Afkomu verka, ekki höfunda. Hugsanlega afkomu
nafna höfunda og undirskrifta, en ekki höfunda.
Slík afkoma veitir lífsauka, meir en geymd. Verkið lifir ekki einungis
lengur, það lifir meir og betur, umfram efni höfundar síns.
Er þýðandinn þá skuldugur viðtakandi, undirgefinn gjöf á gefnum
frumtexta? Engan veginn. Af nokkrum ástæðum, þar á meðal þessari:
tengslin eða skuldbindingin liggja ekki milli gefanda og þiggjanda held-
ur milli tveggja texta (tveggja „afurða“ eða tveggja ,,sköpunarverka“).
Þetta verður ljóst þegar í byrjun formálans og ef maður vildi einangra
89