Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 163
ISLENSKA OG ENSKA
ari könnun hvorki sem vinnumál eða móðurmál alls heimsins. En eftir
stendur að Islendingar nota ensku meira en aðrar Norðurlandaþjóðir.
3.2 Formrœktarspumingar: fylgi við málstefnu
En hvernig bregðast menn við þegar spurt er um hugsanlegar afleiðing-
ar eða áhrif á form málsins?16 Spurt var hversu sammála menn væru
þeirri fullyrðingu að notuð séu allt of mörg ensk orð í íslensku nú á dög-
um og einnig var spurt hversu sammála þeir væru þeirri fullyrðingu að
búa eigi til ný íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem koma inn í mál-
ið. Um það bil 60% aðspurðra voru algjörlega eða frekar sammála þeirri
Tafla 1
Enska sem vinnumál? Jákvæður Neikvæður Hvorki né
Hefur notað ensku síðastiiðna viku Alls ekki 17(8,9%) 162 (84,4%) 13(6,8%) 100%
Einu sinni 3 (5%) 52 (86,7) 5(8,3%) 100%
2-4 sinnum 8 (6%) 109 (81,3%) 17(12,7%) 100%
Flestalla daga 29(15,3%) 141 (74,6%) 19(10,1%) 100%
Oft á dag 31 (15,4%) 153 (76,1%) 17(8,5%) 100%
Samtals 88(11,3%) 617 (79,5%) 71 (9,1%) 776 (100%)
Tafla sem sýnir sambandið milli enskunotkunar (lóðrétti ásinn) og álits áþví bvort
eðlilegt sé að vinnumál í íslenskum fyrirtækjum sé enska (lárétti ásinn). I hverjmn
reit er sýndur flöldi einstaklinga (og hlutfall miðað við lárétta ásinn). Jafnvel í hópi
þeirra sem nota ensku oft á dag líst langflestum illa á þá hugmynd að enska sé
vinnumál í íslenkum fyrirtækjum.
16 Þótt gera megi greinarmun á stöðuvanda og formvanda eins og félagsmálfræðingar
gera er ekki þar með sagt að almenningur geri sér skýrar hugmyndir um þá aðgrein-
ingu. Oft er það svo þegar ensk áhrif berast í tal í almennri umræðu, að athyglin
beinist frekar að forminu en stöðunni. Þegar menn eru spurðir hvort notuð sé of
mikil enska hér á landi er dæmigert svar þannig að athyglin beinist að forminu, þ.e.
orðanotkun, þannig að sagt er t.d.: ,Já, það eru notuð alltof mörg ensk orð, eins og
til dæmis shit.“ Þessu til staðfestingar má geta þess þegar greinarhöfundur hélt því
fram í fréttum Ríkisútvarpsins að Islendingar notuðu nteiri ensku daglega en t.d.
Danir, en þá er verið að tala um stöðuvanda. Eftir fréttina hringdi hlustandi og sagði
að þetta gæti ekki staðist, því danskan væri mun enskuskotnari en íslenskan, Danir
væru alltaf að sletta og íslenskan væri mun hreinni. Raunar kom þessi misskilning-
ur einnig fram í kynningu íféttarinnar, og þetta er dæmigert um það að stöðuvand-
anum og formvandanum er blandað saman.
iói