Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 74
ELAINE SHOWALTER
ing ákveðinnar pólitískrar, félagslegrar og efnahagslegrar reynslu sem
þær deila af sögulegri nauðsyn“.45 Fyrsta verkefni kvenhverfrar gagnrýni
hlýtur því að vera að staðsetja nákvæmlega bókmenntalega sjálfsmynd
kvenna og lýsa þeim lcröftum sem skarast við menningarlegan vettvang
einstakra kvenrithöfunda. Kvenhverf gagnrýni myndi einnig staðsetja
kvenrithöfunda út frá breytilegum þáttum bókmenningarinnar, svo sem
framleiðslu- og dreifingarháttum, tengslum höfundar og lesenda,
tengslum æðri og lægri listforma, og stigveldi bókmenntagreina.
Hugtök okkar um tímabil bókmenntasögunnar miðast við skrif karl-
manna, en skrif kvenna eru þvinguð inn í kerfi sem hefur ekkert með
konur að gera. Við ræðum um endurreisn sem var engin endurreisn fyr-
ir konur, rómantík sem konur tóku lítinn þátt í, og módernisma sem var
andsnúinn konum. Að sama skapi hefur saga bókmennta eftir konur ver-
ið bæld niður, þannig að stórar og dularfullar eyður er að fínna í þróun-
arsögu bókmenntagreina. Kvenhverf gagnrýni er þegar vel á veg komin
með að gefa oltkur annað sjónarhorn á bókmenntasöguna. Margaret
Anne Doody setur til dæmis fram þá kenningu að á „tímabilinu frá því
Richardson féll frá og þar til skáldsögur Scotts og Austen komu fram á
sjónarsviðið“ sem hafði „verið álitið dauður tími, alger ládeyða, voru
kvenrithöfundar á síðari hluta átjándu aldar í raun að þróa fyrirmyndir
að skáldskap kvenna á nítjándu öld - hvorki meira né minna en fýrir-
myndir nítjándu aldar skáldsögunnar sjálfrar“.46 Gotneskar skáldsögur
ritaðar af konum, hafa einnig, fyrir tilstilli femínismans, hlotið uppreisn
æru. Þetta afbrigði vinsællar bókmenntagreinar sem ekki þótti tíðindum
sæta fram að til þessa, telst nú vera hluti hinnar merku hefðar skáldsög-
unnar.47 I bandarískum bókmenntum hefur brautryðjendastarf Ann
Douglas, Nina Baym og Jane Tompkin svo nefndar séu nokkrar, sýnt
okkur hvernig skáldskapur kvenna kvenvæddi bandaríska menningu á
nítjándu öld.48 Femínískir gagnrýnendur hafa einnig gert okkur ljóst að
45 Smith, „Black Feminist Criticism". Sjá líka Gloria T. Hull, „Afro-American Wom-
en Poets: A Bio-Critical Survey“, í Gilbert og Gubar, Sbakespeare’s Sisters, bls.
165-82, og Elaine Marks, „Lesbian Intertextuality“, í HomosexualitiesandFrench Lit-
erature, ritstj. Marks og George Stambolian (Ithaca, N.Y.: Cornell University Press,
1979).
46 Margaret Anne Doody, „George Eliot and the Eighteenth-Century Novel“, Nine-
teenth-Century Fiction 35 (desember 1980), bls. 267-68.
47 Sjá t.d. Judith Wilt, Ghosts of the Gothic: Austen, Eliot, and Lawrence (Princeton, N.J.:
Princeton University Press, 1980).
48 Sjá Ann Douglas, The Feminization ofAmerican Culture (New York: Alfred A. Knopf,