Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 160
KRISTJAN ARNASON
leggjandi þessa verkefnis er, eins og áður sagði, Helge Sandoy, prófessor
í Björgvin, en þátttakendur af Islands hálfu eru Asta Svavarsdóttir, Guð-
rún Kvaran, Halldóra Björt Ewen, Hanna Oladóttir og Kristján Arna-
son.14 Rannsóknarverkefnið beinist að því að kanna umfang tökuorða í
málunum eins og það er nú og aðlögun þeirra að rituðu máli og töluðu,
en einnig er könnuð afstaða fólks til enskra máláhrifa, meðal annars í
umræddri skoðanakönnun.
Gallup á Islandi annaðist íslenska hluta könnunarinnar, sem var fram-
kvæmdur þann 20. febrúar til 4. mars 2002. Þátttakendur voru 801 (412
karlar og 389 konur). Hringt var í menn og þeir spurðir tiltölulega ein-
faldra spurninga um sambúð ensku og íslensku og skoðanir þeirra á
ýmsum efnum sem því tengjast.15
Fyrst var spurt um enskunotkun undanfarna viku og síðan í hvaða
samhengi menn hefðu notað enskuna, hvort þeir hefðu skrifað eða talað
ensku í námi eða starfi eða skrifað eða talað í frítíma sínum. Næst voru
menn spurðir um ensk áhrif á orðanotkun, hvort þeir teldu að notuð
væru of mörg ensk orð í íslensku, og í framhaldi af því var spurt hvort
þeim íyndist að búa ætti til íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem
koma inn í málið. Síðan voru nefnd dæmi um ensk orð og íslensk og
menn látnir segja til hvort þeir notuðu frekar íslenska eða enska orðið.
Um var að ræða þrjú orðapör, þar sem misgömlum nýyrðum var stillt
upp við hliðina á þeim erlendu orðum sem þau eiga að standa fýrir: í-meil
(e-maiJ) eða tölvupóstur, bodyguard eða lífvörður og design eða hönnun.
Næst voru viðmælendur spurðir hversu hlynntir þeir væru þeirri hug-
mynd að allir í heiminum hefðu ensku sem móðurmál. Þá voru þeir
spurðir hversu hlynntir þeir væru því að starfsfólk í útvarpi og sjónvarpi
talaði sitt venjulega daglega mál, óháð því hvað telst opinberlega viður-
kennd málnotkun. Og að lokum var spurt hvernig mönnum litist á að
enska væri vinnumál hjá íslenskum fýrirtækjum. I úrvinnslu eru svör við
14 Rit sem þegar hafa birst um þetta efni eru meðal annars: Catharina Nyström Höög,
Teamwork? Man kan lika gama samarbeta. Svenska dsikter om importord, Oslo: Novus
forlag, 2005 og Helge Sandoy og Jan-Ola Östmann (ritstj.), „Det frdmmande i nor-
disk sprákpolitik“. Om normering av utldndska ord, Oslo: Novus forlag, 2004.1 síðar-
nefnda ritinu fjallar Ari Páll Kristinsson um íslensku: „Offisiell normering af im-
portord i islandsk,“ bls. 30-70. Einnig fjallar MA ritgerð Hönnu Óladóttur, sem
minnst var á í síðustu neðanmálsgrein, um hluta þessarar rannsóknar.
15 Samkvæmt manntali 1. desember 2003 voru Islendingar 290.490.
158