Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 55
FEMÍNÍSK GAGNRÝNI í AUÐNINNI
ínistar til myndhverfinga sem mótaðar eru af líffræðilegum kynjamun á
ritvellinum. Til dæmis styðjast Gilbert og Gubar í umfjöllun sinni um
ritun kvenna í Oða konan á háloftinu við myndhverfmgar um bókmennta-
legt faðerni. „I karlveldismenningu vesturlanda“, segja þær, „... er höf-
undur textans faðir, forfaðir, gerandi í getnaði, listrænt föðurvald og
penni hans verkfæri hins skapandi afls, rétt eins og getnaðarlimur hans“.
Konur skortir hið fallíska vald, bæta þær við, og sá mismunur veldur
kvíða sem markar ritun kvenna djúpt: „Með hvaða líffæri geta konur bú-
ið til texta ef penninn er myndhverfing fyrir getnaðarlim?"1'
Gilbert og Gubar reyna eklci að svara þessari retorísku spurningu; sem
er þó það mikilvæg að hún hefur mildð verið rædd í femínískum fræð-
um. Eg telst til þeirra gagnrýnenda, sem eru á móti þeirri grundvallar-
líkingu sem í spurningunni felst og tel að henni mætti til að mynda svara
sem svo að konur búi til texta með heilanum og að tölvan sé myndhverf-
ing legsins, með sínum ofurþéttu örflögum og inn- og útflæði. I ritdómi
sínum um Oðu konuna, bendir Auerbach á að í myndlíkingunni um bók-
menntalegt faðerni gleymist önnur, „álíka tímalaus og að mínu áliti jafn-
vel enn kvenfjandsamlegri myndhverfing sem leggur bókmenntasköpun
að jöfnu við fæðingu".18 Vissulega voru myndhverfíngar um bókmennta-
lega meðgöngu ríkjandi á átjándu og nítjándu öld; það er eðlilegra að líkja
bókmenntalegu sköpunarferli við fósturþroska, hríðir og fæðingu en
frjóvgun. Til dæmis lýsti Douglas Jerrold því svo í spaugi þegar Thack-
eray var að semja Henry Es,mond\ „Eg býst við að þið hafið heyrt, að
Thackeray er þungaður af tuttugu hlutum og standist útreikningar hans,
á hann von á sínum fyrsta um jólaleytið11.19 (Með hvaða líffæri geta kari-
menn búið til texta ef fæðing er myndhverfing fyrir að skrifa?)
Sumir róttækir femínískir gagnrýnendur, aðallega í Frakklandi en
einnig í Bandaríkjunum, krefjast þess að þessar myndhverfingar séu
teknar alvarlegar; að við þurfum að taka líffræðilegan mismun og tengsl
17 Sandra M. Gilbert og Susan Gubar, The Madwoman in the Attic: The Woman Writer
and the Nineteenth-Century Literary Imagination (New Haven, Conn.: Yale Univer-
sity Press, 1979), bls. 6, 7.
18 Nina Auerbach, ritdómur um Madwoman, Victorian Studies 23 (sumar 1980), bls. 506.
19 Douglas Jerrold, í tilvitnun úr Kathleen Tillotson, Novels of the Eighteen-Forties
(London: Oxford University Press, 1961), bls. 39 nmgr. James Joyce taldi sköpun
vera í eðli sínu kvenlegt starf og að bókmenntalegri sköpun mætti líkja við fóstur-
þroska; sjá Richard Ellman, James Joyce: A Biography (London: Oxford University
Press, 1959), bls. 306-8.
53