Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 353
TVIHEIMAR
Gilroy tekur það æ skýrar fram hverjar séu takmarkanir verkefnis hans,
sem sé „eingöngu til bráðabirgða“,65 og segir það vera túlkun á karlmið-
aðri tvíheimahugsun og sé fyrsta skref sem megi leiðrétta og útfæra nánar.
Þótt hann setji svarta Atlantshafið í forgrunn, í þeim tilgangi að skrifa
mótsögu af einhverri dýpt, er engin ástæða til að ætla að það muni endi-
lega þagga niður önnur tvíheimasjónarmið. Hvað Bretland samtímans
varðar er hægt að hugsa sér sniðmengi sagna, sem byggjast til að mynda á
áhrifum breska heimsveldisins í Suður-Asíu eða framlagi íslamskrar menn-
ingar til þróunar nútímans og gagnrýni á hann. Skrif Gilroys er ákveðið
kort og/eða ákveðin saga, skilgreind með úthugsuðum hætti á þann veg
sem best væri að kalla „and-andeðlishyggjuleg“ án þess að hin tvöfalda
neitun verði að plús. Ef það á að vera hægt að skrifa sagnfræði tvíheim-
anna - og þetta er pólitískt markmið Gilroys - verða þeir að vera eitthvað
meira en nafn á stað margháttaðra tilfærslna og enduruppbyggingar á
sjálfsmynd. Líkt og „svarta England“ er svarta Atlantshafið félagslegt fyr-
irbæri sem er afurð sögunnar. Það vísar til ættfræði sem er ekki byggð á
neinum beinum tengslum við Afríku eða grundvallarskírskotun til skyld-
leika eða samsvörunar við kynþátt.
í fræðaheiminum í dag er and-eðlishyggja reglan sem leiðir til þess að
í tvíheimaorðræðum líkt og hjá Gilroy er neitað að sleppa takinu af „um-
skiptum hins sama“, einhverju sem er í sífelldri blöndun og mótun en
ávallt til staðar - minningar og venjur sameiginlegrar sjálfsmyndar sem
viðhaldið er yfir lengri tímabil. Gilroy reynir að setja fram samfellu „þjóð-
ar“ án þess að grípa til lands, kynþáttar eða skyldleika sem helsta „grund-
völls“ samfellunnar.66 Hvert er þá hið varanlega markmið sögu hans?
Shange út frá töfraraunsæi og mestizaje (The Dialectics of Our America: Genealogy,
Cultural Critique, and Literary History, Durham: Duke University Press, 1991, bls.
87-104.
65 Paul Gilroy, The Black Atlantic, bls. xi.
66 Sjá James Clifford, „Identity in Mashpee“, The Predicament of Culture: Twen-
tieth Century Ethnography, Literature and Art, Cambridge, Massachusetts, Har-
vard Univerity Press, 1988, bls. 277-346. Þar er áþekk tilraun gerð til að lýsa
gagnvirkri menningu/sjálfsmynd sem einhverju sem er viðvarandi en þó ekki sam-
fellt til staðar. Munurinn hvað varðar land, munnlega hefð, ferðalög, kynþátta-
stefnu og sjálfsmynd er auðvitað verulegur. En heildarnálgunin við þjóðir sem
hefur tekist að lifa af í gegnum söguna, undirsettar menningarlegum, pólitískum,
og efnahagslegum valdatengslum, er sambærileg. Sjá greinar Gilroys, „Sounds
Authentic: Black, Music Ethnicity, and the Challenge of the Changing Shame“,
Black Music Research Joumal 2,2/1991, bls. 11-136 og „It’s a Family Affáir“, Biack
351