Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 330
JAMES CLIFFORD
er oft í brennidepli). Orðræða tvíheimanna tjáir, eða fellir saman, rætur og
farvegi í því miði að byggja upp það sem Gilroy kallar „annars konar
opinbert svæði“,17 gerð samfélagsmeðvitundar og samstöðu sem viðheldur
sjálfsmynd sem er óháð tíma og rými þjóðarinnar, svo að hægt sé að lifa
innan hennar, með öðruvísi hætti. Tvíheimamenning er ekki menning
aðskilnaðar, þótt í henni geti brugðið fyrir aðskilnaðarhyggju eða land-
heimtustefhu. Saga tvíheimasamfélaga gyðinga sýnir okkur aðlögun að
ákveðnum pólitískum, menningarlegum, viðskiptalegum og hversdagsleg-
um venjum „gestgjafa“-landanna. Sú svarta tvíheimamenning sem birtist
nú í Bretlandi eftirlendutímans er upptekin af baráttunni fyrir að finna
aðrar leiðir til að vera „breskur“ - leiðir til að vera kyrr og vera öðruvísi,
vera breskur og eitthvað annað, og stendur í flóknu sambandi við Afríku og
álfur Ameríku, sameiginlega sögu ánauðar, kynþáttakúgunar, baráttu fyrir
menningu, samblendni, andóf og pólitíska uppreisn. Hugtakið „tvíheim-
ar“ táknar því eklti aðeins þverþjóðleika og hreyfingu heldur einnig pólit-
íska baráttu við að skilgreina hver sé heimastaðurinn, sem sérstakt sam-
félag, í sögulegu samhengi brottflutningsins. Aðferðir sem vinna samhliða
að því að varðveita samfélagið og samskipti þess, sameina orðræður og
hæfni þess sem Vijay Mishra hefur kallað „útilokandi tvíheimar“ og
„landamæratvíheimar“.18
I þeirri heimsborgarahyggju sem fram kemur í orðræðu tvíheimanna
er innbyggð togstreita gagnvart hugmyndafræði þjóðríkisins eða að-
lögunarsinna. Þær eru einnig í togstreitu við kröfur innfæddra og einkum
frumbyggja. Kröfur þeirra storka forræði nútímaþjóðríka á annan veg. Til-
kall ættflokka eða fjórða heimsins til sjálfsstjórnar og þess að vera „sjálf-
stæð þjóð frumbyggja“ felur ekki í sér sögur um ferðalög og landnám þótt
þær geti verið hluti af sögulegri reynslu innfæddra. Þar er lögð áhersla á
samfellda byggð, frumbyggjandann og oft og tíðum „náttúruleg“ tengsl
við landið. Tvíheimamenningar, en grundvallarþáttur þeirra er brott-
flutningurinn, geta staðið gegn slíkum skírskotunum af pólitískum ástæð-
um - eins og í skrifúm and-zíonískra gyðinga eða í ákalli svartra um að
„rísa upp“ og „kveða niður Babýlon“. Þær geta verið uppbyggðar í kring-
17 Paul Gilroy, There Ain’t No Black in the Unionjack: The CulturalPolitics ofRace and
Nation, London: Hutchinson, 1987.
18 Vijay Mishra, „Theorizing the Literature of the Indian Diaspora: The Familiar
Temporariness. (VS. Naipaul)“, fyrirlestur haldinn við Center for Cultural
Studies í University of California, Santa Cruz, 2. febrúar 1994.
328