Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 406
RÓBERT H. HARALDSSON
Ennfremur er ljóst að Mill telur að skaðareglunni verði að beita einkar
varlega í tilviki hugsunar- og málfrelsis.10 Skoðanir njóti ólíkt meiri frið-
helgi en athafnir. Þetta skýrir meðal annars hve fast Mill kveður að orði
þegar hann ræðir um skoðanafrelsi, það sé algert, fullt eða fullkomið frelsi
(„absolute freedom“, „[cjomplete liberty“, „fullest liberty",11 „perfect
freedom"12). Það er því í meira lagi vafasöm fullyrðing þegar Meckl stað-
hæfir að „Mill [sjái] engin tormerki á því að takmarka prentfrelsið“ (126).
Spyrja má hvers vegna grundvallarréttlæting einstaklingsfrelsis sé vara-
samt tæki til að ákvarða mörk frelsis og félagslegs aðhalds. Ein skýring
blasir við ef hugað er að orðalaginu „besta mögulega samfélagið“ sem
Meckl túlkar sem mælikvarða á frelsisskerðingu. Mill forðast hins vegar að
nota þetta orðalag í þessu samhengi og ekki að ástæðulausu. Það er bæði
óljóst, teygjanlegt og umdeilanlegt. Menn hafa ólíkar hugmyndir um það
hvað sé hið besta samfélag, svo ekki sé minnst á hið „besta mögulega"
samfélag. Hægt væri að réttlæta næstum hvaða skerðingu á frelsi einstak-
lingsins sem er með vísan til slíks inælikvarða og það er nákvæmlega það
sem ítrekað hefur verið gert í alræðis- og klerkasamfélögum.
Rökfærsla Meckls um takmörkun frelsis í nafni sannleikans, sem æðra
markmiðs, er eklci síður á skjön við hugmyndir Mills um málfrelsi. Meckl
eignar Mill þá afstöðu að málfrelsi þjóni sannleiksleitinni og að sannleik-
urinn, sem undirskipað markmið hins besta samfélags, vísi okkur á önnur
endimörk frelsisins. Meckl fer hins vegar hratt yfir sögu hér (126) og segir
ekki berum orðum að Mill telji að málfrelsi nái ekki til þeirra sem tjá rang-
ar skoðanir, þar sem markinið þeirra sé ekki sannleiksleit. Ljóst er þó að
Meckl eignar Mill þá afstöðu að takmarka megi prentfrelsi í nafni sann-
leikans, hins æðra markmiðs. En þótt sannleiksleitin sé grundvallarréttlæt-
ing hugsunar- og málfrelsis samkvæmt hugmyndum Mills13 væri það and-
stætt boðskap hans að samþykkja takmarkanir á slíku frelsi í nafni
sannleiks- eða þekkingarleitarinnar. Frelsið er skrifað meðal annars til að
10 Því hefur jafnvel verið haldið fram að Mill líti svo á að skaðareglan eigi alls ekld
við um hugsunar- og málfrelsi. Sjá t.d. Richard Vernon, ,John Stuart Mill and
Pomography. Beyond the Harm Principle", Ethics 3/106 1996, hls. 621-632.
11 John Sniart Mill, Collected IVorks ofjohn Stuart Mill, 18. bindi, ritstj. J.M. Robson,
Toronto: University of Toronto Press, 1977, bls. 225, 231, 228.
12 John Stuart Mill, Collected Works ofjobn Stuart Mill, 17. bindi, ritstj. J.M. Robson,
Toronto: University of Toronto Press, 1988, bls. 661-662.
Asamt og með því að Mill telur að fullt málfrelsi sé nauðsynlegt til að gefa sönnum
skoðunum merkingu og inntak, ljá þeim líf. Um þetta sjá Róbert H. Haraldsson,
Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.