Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 138
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
sér stað hér á landi og haft áhrif á heyrnarlausa Islendinga á ákveðnu
tímabili.9
Rétt eftir miðja 20. öld fer að birta til og smám saman breyttust við-
horf til heyrnarlausra og táknmála til hins betra. Sá sem átti stærstan þátt
í því var bandaríski málvísindamaðurinn William Stokoe en fyrstu rann-
sóknir hans á ameríska táknmálinu, ASL, birtast árið 1960. Stokoe varð
fyrstur til að fjalla um það opinberlega að í því „látbragði“ sem táknmál-
ið er fælust einhverjar reglur og að þeim mætti líkja við þær reglur sem
giltu í málfræði raddmála.10 Hann setti fram kenningu um að hvert tákn
væri sett saman úr þremur einingum, handformi, hreyfíngu og myndun-
arstað og síðar bættust tvær einingar við, afstaða og munnhreyfing.
Grunneiningar tákns eru því fimm og hvert tákn, hvort sem er í ameríska
táknmálinu eða öðrum táknmálum, inniheldur alltaf allar þessar fimm
einingar. Handformið segir til um útlit handarinnar ef svo má segja (sjá
t.d. myndir 10 og 11 í umfjöllun hér aftar), afstaðan segir til um það
hvernig höndin snýr (t.d. hvort lófi snýr að eða frá líkama táknara) og
myndunarstaðurinn hvar á líkama (eða við líkama) höndin er. Oll tákn
innihalda einhvers konar hreyfíngu (upp, niður, til hægri o.s.frv.) og
munnhreyfing fylgir hverju tákni.11 Ekkert tákn er „heilt“ ef svo má segja
nema allar þessar fimm einingar séu til staðar.
Stokoe barðist gegn því viðhorfi að táknmál væru einungis „myndir í
loftinu". Margir sem hafa séð táknmál talað hafa kannski einhvern tíma
aðhyllst slíka hugmynd um tungumálið enda er orðaforði táknmála, eðli
málsins samkvæmt, mjög myndrænn. Robbin Battison, aðstoðar- og
samstarfsmaður Stokoes, komst einkar vel að orði þegar hann sagði að
9 Widell kallar tímabilið frá 1893-1980 einangrunartímabilið í Danmörku (bls. 461)
og er það sá tími sem raddmálsstefnan réð ríkjum. Um sama eða svipað tímabil er
að ræða hér á landi. Berglind Stefánsdóttir skólastjóri og formaður Félags heyrnar-
lausra hefur tekið undir þessi orð Jonnu Widell og sagt að sömu neikvæðu áhrifa
hafi gætt hér á landi. Hún talar um „OBBI-viðhorfin“ en „obbi“ er munnhreyfmg
sagnarinnar „að geta ekki“ í íslensku táknmáli. Berglind ræddi m.a. um þetta í fyr-
irlestri sem hún hélt 2. mars 2004 í námskeiðinu 05.10.10 Menning ogsaga heymar-
lausra II við Háskóla íslands.
10 David F. Armstrong og Michael A. Karchmer, „William C. Stokoe and the Study
of Signed Languages“, formáli að The Study ofSigned Languages: Essays in Honour of
William C. Stokoe, ritstj. D.F. Armstrong, M.A. Karchmer ogJ.V. Van Cleve, Was-
hington D.C.: Gallaudet University Press, 2002, bls. xi-xix, bls.xv.
11 Sjá nánar Clayton Valli og Ceil Lucas, Linguistics of American Sign Language: An
Introduction. Washington D.C.: Clerc Books, Gallaudet Univeristy Press, 3. útgáfa,
2000, bls. 19-36.
12 Robbin Battison, „Signs Have Parts: A Simple Idea“, í Sign Language and the Deaf
136