Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 362
JAMES CLIFFORD
ides-inn, getur samtímis verið verkfæri fyrir varðveislu hefðarinnar og
einnig menningarblöndun“.81 Við stígum hér inn í „geniza-heiminn", sem
S. D. Goitein lýsir, við Miðjarðarhafið á elleftu öld til þeirrar þrettándu
(og síðar) þar sem gyðingar, múslimar og kristnir menn bjuggu, stunduðu
viðskipti og lánastarfsemi og áttu samskipti, jafnframt því að varðveita sín
sérstöku samfélög.82
Það er ekki til neitt sem heitir saklaust tímabil í sögunni og geniza-
heimurinn fór ekki varhluta af skorti á umburðarlyndi. An þess að draga
upp rósrauða mynd af fjölmenningarhyggju þessarar aldar má þó sjá ótrú-
lega alþjóðlegt tengslanet. Eins og Goitein og sporgöngumenn hans hafa
sýnt voru mörk sjálfsmynda dregin á ólíkan hátt og oft ekki með jafnúti-
lokandi hætti og í nútímanum. Víða yfir lengri tímabil lifði fólk saman af
ólíkum kynþáttum sem aðhylltist ólík trúarbrögð, menningu og tungu-
mál. Mismunur kom fram í gegnum samtengingu, ekki aðskilnað. I bók
sinni After Jews and Arabs, sem sækir mikið til rannsókna Goiteins og lýs-
ingar hans, dregur Ammiel Alcalay upp mynd af lífi í löndunum fyrir
bomi Miðjarðarhafs, sem einkennist af menningarblöndun, tiltölulegu
ferðafrelsi og fjöltyngi, og er án gettóa - andstæðu þjóðernis-, kynþátta-
og trúarbragðaaðskilnaðar samtímans. Rannsókn Alcalays er umfangs-
mikið verk mótsögu og menningarrýni og þar skapast svigrúm fyrir sögu
kvenna, út frá stétt, í þessum heimi heimsborgaralegra menninga sem
skarast. I þessu byggir hann á skilningi Goiteins varðandi „gjána milli
alþýðlegra, staðbundinna menningarkima kvenna og hebreskrar heims-
vísrar bókmenningar sem tilheyrir karlmönnunum“.83 Sú „gjá“ þarf ekki
að þýða að karlmennirnir hafi verið heimsborgarar og konurnar ekki. Að
minnsta kosti vel stæðar konur ferðuðust (stundum einsamlar), tóku þátt í
viðskiptum, áttu eignir, fóru yfir menningarleg landamæri - en með sér-
81 Sama rit, bls. 721.
82 Geniza, í þessu samhengi, vísar til „geymslunnar“ í sýnagógunni í Fustat (gömlu
Kaíró), þar sem rnikið skjalasafn - skjöl sem snertu viðskipti, einstaklinga og trú-
fræði - var varðveitt frá tíundu öld til þeirrar nítjándu. Þau skjöl eru grunnurinn
að magnaðri mynd Goiteins af gagnvirku lífi gyðinga á miðöldum, óbundnu af
ákveðnum stað (sjá Solonton Dob Fritz Goitein, A Mediteranian Society, 2. bindi,
einnig Amitav Ghosh, In an Antique Land, London: Granta, 1992 og Mark
Cohen, Under Cross and Crecent: Thejews in the Middle Ages, Princeton: Princeton
University Press, 1994).
83 Tilvitnun í Ammiel Alcalay, After Jews and Arabs: Remaking Levantine Cidture,
Minneapolis: University ofMinnesota Press, 1993, bls. 138.
360