Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 354
JAMES CLIFFORD
Hvernig er hægt að fara í kringum „umskipti hins sama“? Svarta Atlants-
hafið sem mótsaga nútímans verður ekki skilgreint nema út frá því opna
sári sem þrælahald og kynþáttakúgun veitti. Það er einnig „hefð“ menn-
ingar sem hefur þraukað og fúndið nýjar leiðir og Gilroy skrifar út frá
henni. En áður en hann getur kallað til hið ofnotaða hugtak „hefð“, sem
er uppspretta margfaldrar eðlishyggju, verður hann að endurskilgreina
það, „þvinga það upp“:
[Hefðina] má sjá sem ferli fremur en endalok og hér er hún
hvorki notuð til að bera kennsl á fortíð sem hefur tapast né til
að benda á uppbótarmenningu sem gæti endurheimt leiðina til
hennar á ný. Hér er hún heldur ekki notuð sem andstæða nú-
tímaleikans né til að vekja upp myndir af heilnæmu hjarðlífi í
Afríku sem stilla má upp á móti eyðandi, málstola valdi sem
fylgir sögu Ameríkuálfanna og til enda Karíbahafsins eftir tíma
þrælahaldsins. Hefðin getur nú orðið leið til að færa í hugtök
hin hrothættu boðskiptasambönd yfir tíma og rúm sem eru
grunnur, ekki tvíheimasjálfsmynda heldur tvíheimasamsvörun-
ar. Þegar [hefðin] er endurskilgreind með þessum hætti vísar
hún ekki á sameiginlegt inntak tvíheimamenninga heldur til
Popular Culture: A Project by Michele IVtillace, ritstj. Gina Dent, Seattle: Bay Press,
1992, bls. 303-316, um hugmyndina um umskipti hins sama (sem fengin er frá
Leroi Jones/Amiri Baraka). Þetta orðalag nær ekki að fullu, að mínu inati, þeirrii
togstreitu og því ofbeldisfulla roti sem er grundvöllur þeirrar „hefðar“ sem Gilroy
rekur. I nýjustu skrifum sínum er hann að kljást við ýmsar útgáfur aft
lífheildarhyggju á sama n'ina og hann heldur fram margslungnum blendingi sögin-
legrar samfellu. Gilroy („It’s a Family Affair“) er mjög í mun að reiða sig ekki .á
skyldleika eða „fjölskyldu“ eða veita því forgang. Stefan Helmreich („Kinshipi,
N’ation and Paul Gilroy’s Concept of Diaspora", Diaspora 2,2/ 1993, hls. 243-2490
gerir hið gagnstæða en fjallar hvorki um The Black Atluntic né mikinn hluiu
nýjustu skrita Gilroys. Leiðandi, orðsitjafræðileg túlkun I lelmreichs, á því hvermi-
ig ættfræði karlmanna er sett skör hærra og er innbyggð í hugmyndina/ myndl-
hverfinguna „diaspora", á betur við þá eindregnu, línulegu, ættfræðilegu sýn á
tvíheima sem Gilroy dregtir í efa. Þrátt fyrir að Gilroy leggi almenna, cn þó ekJki
einhlíta, áherslu á karlmenn í skrifum sínum er ekki þar með sagt að þau séu lokiiuð
fyrir reynslu kvenna eða því hvernig kyn, kynþættir, stéttir og kynferði skaraist
með margslungnum hætti. Orðsifjar skapa ekki örlög. Eg er fyllilega sammifda
verkefni Hclmreichs uin að „setja af stað nýjar merkingar hugtaksins tvíbeimair“
(Stefan I lelmreich, „Kinship, Nation and Paul Gilroy’s Concept of Diaspor:a“,
bls. 248).