Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 114
JACQUES DERRIDA
leikinn felst í þessu. Hann gefur sig þýðingunni á vald sem gefur sig hon-
um. Hann væri ekkert án hennar, hún ætti sér ekki stað án hans, þau eru
óaðskiljanleg. I helgitextanum „er merkingin hætt að vera þau vatnaskil
sem aðskilja straum mngumáls og straum opinberunar“. Það er hinn ein-
beri texti vegna þess að í atburði sínum miðlar hann engu, hann segir
ekkert sem hefur merkingu utan einmitt þessa atburðar. Þessi atburður
rennur algerlega saman við málsathöfnina, til dæmis spádómsorð. Hann
er bókstaflega bókstafleiki tungu sinnar, hið „hreina mál“. Og þar sem
enga merkingu má losa frá honum, færa, flytja, þýða yfir á annað mál sem
slíka (sem merkingu), fyrirskipar hann jafnharðan þýðinguna sem hann
virðist hafna. Hann er þýðinn (;iibersetzbar) og óþýðanlegur. Þar er ekk-
ert nema bókstafurinn, og það er sannleikur hins hreina máls, sannleik-
urinn sem hreint mál.
Þetta lögmál reisir ekki ytri skorður, það veitir bókstafleikanum frelsi.
I sama atburðinum kúgar bókstafurinn ekki lengur því samtímis hættir
hann að vera hinn ytri líkami eða lífstykki merkingarinnar. Hann þýðist
einnig af sjálfum sér, og það er í þessum sjálfstengslum hins helga líkama
sem verkefni þýðandans reynist bundið. Þessi aðstaða, þótt hún sé hrein
takmörk, útilokar ekki, heldur þvert á móti, mælinn, hið eiginlega, bilið
og millibil-tveggja, hina þrotlausu vinnu til þess að ná til þess sem þrátt
fýrir allt er farið hjá, þegar gefíð, einmitt hér, milli línanna, þegar undir-
ritað.
Hvernig mundirðu þýða undirskrift? Og hvernig mundirðu stilla þig
um það, hvort sem í hlut ætti Iaweh, Babel eða Benjamin þegar hann
kvittar rétt við sitt síðasta orð? En það er líka, beinlínis, og á milli lín-
anna, undirskrift Maurice de Gandillac sem ég tilfæri að lokum um leið
og ég ber fram spurningu mína: er hægt að tilfæra undirskrift? „Því öll
mikil rit hafa að geyma, í einhverjum mæli, en þó í mestum mæli Heilög
ritning, eiginlega þýðingu milli línanna. Millilínuþýðing hins helga texta
er frummynd eða æðsta fýrirmynd allrar þýðingar.“
Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi
112