Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 96
JACQUES DERRIDA
turnsins sem vilja gera sér nafn og stofna alheimsmál þýðandi sig af sjálfn
sér; hún er einnig að verki hjá afbyggjara turnsins: með því að gefa nafn
sitt hefur Guð einnig hafíð ákall um þýðingu, ekki aðeins milli tungu-
málanna sem höfðu allt í einu margfaldast og ruglast, en fýrst á nafni sínu,
á því nafni sem hann lýsti yfir, gaf, og sem verður að þýðast með ruglingi
til að skiijast, sem sagt til að láta skiljast að það er erfítt að þýða það og
þar með að skilja það. I þeirri andrá sem hann neyðir upp á og teflir sín-
um lögum gegn þjóðflokknum er hann einnig beiðandi þýðingar. Hann
er einnig skuldugur. Hann er ekki fýrr búinn að grátbeiðast þýðingar á
nafni sínu en hann forbýður hana. Því Babel er óþýðanlegt. Guð græmr
yfir nafni sínu. Texti hans er sá helgasti, sá skáldlegasti, sá upphaflegasti
því hann skapar nafn og gefur sér það, en jafnvel í öllum mætti sínum og
ríkidómi er hann þurfandi, hann grátbiður um þýðanda. Eins og í Lafolie
dujours eftir Maurice Blanchot, býður lögmálið ekki án þess að biðja um
að vera lesið, túlkað, þýtt. Það biður um flutning (Ubertragung og Uber-
setzung og Uberleben). Tvihaflið er í því. I sjálfum Guði, og afleiðingu þess
verður að fýlgja í hvívetna: í hans nafni.
Hinn tvöfaldi skuldafjötur, óleysanlegur á báða bóga, á leið milli
nafna. A priori nær hann út yfír þá sem bera nöfnin ef með því er átt við
hina dauðlegu líkama sem hverfa að baki afkomu nafnanna. En nú sögð-
um við að eiginnafn bæði heyrði og heyrði ekki tungumálinu til, né held-
ur, við skulum árétta það hér og nú, til þeirrar textaheildar sem þýða á,
þess -sem-þýðast-á.
Skuldin bindur ekki lifandi einstaklinga heldur nöfn á jaðri tungunnar
eða, strangar tiltekið, hin semjandi drög þeirra tengsla sem liggja milli
téðs lifandi einstaklings og nafns hans, þar sem það heldur sig á jaðri
tungunnar. Og þessi drög væru drög þess-sem-þýðast-á af einni tungu á
aðra, af þessum jaðri eiginnafnsins á hinn. Þessi samningur um mngu
milli margra tungna er algerlega einstakur. I fýrsta lagi er hann ekki sú
sameining um tungumál sem venjulega er kallað málsamfélag: það sem
tryggir innleiðslu einnar tungu, kerfisheild hennar og hinn félagslega
sáttmála sem bindur samfélag í þessu tilliti. I öðru lagi er venjulega gert
ráð fýrir að til að samningur sé gildur eða stofni yfírleitt til einhvers þurfí
hann að eiga sér stað í einu einstöku máli eða (til dæmis þegar um er að
ræða utanríkis- eða verslunarsáttmála) skírskota til þýðanleika á fýrirfram
5 Brjálsemi dagsins (1973).
94