Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 88
JACQUES DERRIDA
Walter Benjamin, og sér í lagi Die Aufgabe des Úbersetzers, Verkefni
þýðandans. Það sem hér fer á undan hefði fremur átt að leiða mig að eldri
texta eftir Benjamin, Um málið yfirleitt og mannlegt mál (1916), sem
Maurice de Gandillac þýddi einnig í sama riti.4 Þar er skírskotunin til
Babel augljós og fléttast saman við hugleiðingu um sérnöfn og þýðingar.
En þar eð sú ritgerð er að mínu mati full torráðin, vegna ofmarkana [fr.
surdéterminations] hennar og þess hve yfirgripsmikil hún er, hef ég orðið
að gera hlé á lestri hennar og einskorða mig við Verkefni þýðandans. Hún
er sjálfsagt ekki auðveldari viðureignar en heildarmótið er þar greinilegra
og betur sniðið utan um þemað. Og þessi texti um þýðingar er einnig
formáli þýðingar á Tableauxparisiens eftir Baudelaire, en ég les hann fýrst
í hinni frönsku þýðingu sem Maurice de Gandillac gefur okkur. Og samt,
þýðingar - er það eingöngu þema fýrir þennan texta, og þá aðalþema
hans?
Titillinn segir reyndar, strax í fýrsta orði, verkefni (.Aufgabe), ætlunar-
verkið, sem verður hlutskipti manns (einatt af völdum Annars): skuld-
binding, skylda, skuld, ábyrgð. Hér er þegar um að ræða lögboð, fyrir-
mæli sem þýðandinn verður að hlýða. Hann verður líka að inna af hendi
skil, og það á einhverju sem gæti haft í för með sér galla, fall, villu, jafn-
vel glæp. Við munum sjá að undirtónn ritgerðarinnar er „sátt“. Og það í
umfjöllun þar sem úir og grúir af erfðaminnum og skírskotunum - meira
eða minna en myndhverfðum - til erfðagöngu frjókorns. Þýðandinn er
skuldugur, hann kemur sér fyrir sjónir sem þýðandi í skuldarstöðu; og
verkefni hans er að skila, skila því sem hlýtur að hafa verið gefið. Meðal
þeirra orða sem kallast á við titil Benjamins (Aufgabe, skylda, ætlunar-
verk, verkefni, vandamál, það sem úthlutað er, gefíð til að koma af, gef-
ið til að skila), er, strax í upphafí, Wiedergabe, Smnwiedergabe, það að
skila, það að skila merkingu. Hvernig ber að skilja slík skil, hvað þá slíka
skuldalúkningu? Og hvað um merkinguna? Að því er viðkemur aufgeben,
er það einnig að gefa, senda (útsending, erindrekstur) og gefast upp.
Höldum sem snöggvast í þetta orðfæri um gjöf og skuld, og um skuld
sem gæti vel reynst ógreiðanleg, en það leiðir til eins konar „yfirfærslu",
ástar og haturs, þess sem er að þýða, sem er uppálagt að þýða, gagnvart
textanum sem þýða skal (ég segi ekki gagnvart þeim sem skrifaður er fyr-
ir frumtextanum eða höfundi hans), gagnvart tungunni og stílnum, þeim
4 Mythe et Violence, París: Denoél, 1971.
86