Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 113
UM TURNA BABEL
Það helgitextans sem-þýðast-á, hin hreina þýðni hans, þetta er það sem
gefur á mörkunum hina fullkomnu viðmiðun allrar þýðingar. Hinn helgi
texti úthlutar þýðandanum verkefni sínu, og hann er helgur að því leyti
sem hann boðast sem þýðinn, einfaldlega þýðinn, sem-þýðast-á-, sem þarf
ekki alltaf strax að þýða þýðanlegur, í þeirri almennu merkingu sem
hafnað var strax í upphafi. Hér kann að vera þörf á að greina á milli hins
þýðna og hins þýðanlega. Þýðnin hrein og klár er sá tilfæranleiki helgi-
textans þar sem merking og bókstafleiki verða ekki lengur greind í sund-
ur og mynda saman einstakan atburð, sem ekkert kemur í staðinn fýrir,
sem ekkert fær fært, „efnislega sannleikann“. Kall til þýðingar: skuldin,
verkefnið, fýrirskipanin er aldrei eins knýjandi. Aldrei er nokkuð meira
þýðið, en fyrir ógreinanleika merkingar og bókstafs (Wörtlichkeit), getur
hið hreina þýðna gefið sig til kynna, gefið sig, orðið til staðar, látið
þýðast sem, óþýðandi. Frá þessum mörkum, innri og ytri í senn, þiggur
þýðandinn á endanum öll tákn fjarlægðarinnar (Entfemung) sem leið-
beina honum á hans óendanlegu braut, á barmi hyldýpisins, brjálsins og
þagnarinnar: síðustu verk Hölderlins sem þýðingar á Sófóklesi, hrap
merkingarinnar „frá hyldýpi til hyldýpis“; þessi hætta er ekki tilfallandi,
hún er þýðnin, hún er þýðingarlögmálið, það-sem-þýðast-á sem lögmál,
gefin skipun, móttekin skipun - og von á brjálinu úr báðum áttum. Þar
sem verkefnið er ómögulegt á skilum hins helga texta sem úthlutar þér
því, veitir hin takmarkalausa sektarkennd þér óðara aflausn.
Þetta er það sem nefnist hér og síðan Babel: lögmálið uppálagt af nafni
Guðs sem í sömu svipan býður þér og forbýður að þýða með því að sýna
þér og með því að dylja þig mörkunum. En þetta er ekki einungis hin
babelska aðstaða, ekki einungis vettvangur eða formgerð. Þetta er líka
staða og atburður hins babelska texta, texta sköpunarsögunnar sem
helgitexta (texta sem í þessu tilliti er einstakur). Hann grundvallast á því
lögmáli sem hann greinir frá og sem hann þýðir svo til fyrirmyndar er.
Hann ræður þeim lögum sem hann talar um, og frá hyldýpi til hyldýpis
afbyggir hann turninn, og hverja umturnun, umturnun af öllu tagi, á
reglubundinn hátt.
Það sem á sér stað í helgum texta er atburður ekki merkingar. Ut frá
þessum atburði einnig má hugsa skáldskapar- eða bókmenntatextann
sem sækist eftir að endurleysa hina glötuðu helgi og þýðist þar eins og í
fyrirmynd sína. Ekki-merking, þetta táknar ekki allsleysi heldur ekki
merkingu sem væri hún sjálf, merkingu, utan „bókstafleika“. Og heilag-
in