Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 257
BLÁIR MENN OG EYKONAN ÍSLAND
bjargaði honum og félögum hans frá stigamönnum (bls. 95), og hann fór
„inn í hið heiðna land Murgu“ en sama sumar fór Barth einsamall aust-
ur til Baghermi, en „enginn Norðurálfubúi“ hafði áður stigið fæti í það
ríki (bls. 96). Jafnframt er tekið fram að Barth hafí í Timbuktu verið í
„lífsháska dag og nótt“ (bls. 97). I lok greinarinnar kemur þó karl-
mennskuáherslan skýrast fram en þar er sagt að hinir hvítu karlmenn hafí
borið ægishjálm yfír „villimennina“ eins og það er orðað í textanum,
vegna yfírburða sálarinnar og menntunar heimsálfu þeirra. Jafnframt
bugast villimennirnir yfir því drenglyndi, þeim hug, viti og réttsýni sem
einkennir þessa menn.74 Bræðralag evrópskra karlmanna virðist þannig
hafa einkennst af innra atgervi sem tengir þá saman og gerir æðri öðrum.
I Skími árið 1890 er nokkuð langur kafli undir titlinum „Ferð Stanleys
til Afríku 1887-89“ og er, eins og nafnið gefur til kynna, yfirlit um athafn-
ir Henrys Mortons Stanley í álfunni á þessu tímabilí. Það er áhugavert í
sjálfu sér að greinarhöfundur skuli velja að gera svo ýtarlega grein fyrir
ferð Stanleys en ekki einhvers annars landkönnuðar, einkum þegar haft er
í huga að það orð fór af Stanley að hann væri harðskeyttur og miskunn-
arlaus í samskipmm sínum við Afríkubúa. Stanley lagði sjálfur áherslu á að
til að kanna Afríku þyrfti hreina karlmennsku (e. pure manliness) en ekki
það veiklyndi sem hann taldi einkenna marga evrópska karla.7 ' Þessi ferð
Stanleys er einnig talin vera umtalaðasta ferð hans til Afríku.76
í kaflanum er lögð áhersla á harðræði Stanleys, hætturnar sem að hon-
um steðjuðu og hvernig honum tókst að sigrast á þeim og lifa af. Jafn-
framt er fjallað um samskipti hans við aðra Evrópubúa, þótt fólk af afr-
ískum uppruna skjóti einstaka sinnum upp kollinum. Birt eru brot úr
bréfum Stanleys og bréfum til hans frá öðrum Evrópubúum og reynsla
74 Skímir, 1861, bls. 101: I textanum segir orðrétt: „Það sem villimenn mest bugast
fyrir, er hugr og drenglyndi, og unnu hinir tvennt með því, villimönnum stóð sífeldr
ótti af hinum hvítu mönnum, en fengu hins vegar ást á þeim fyrir vit sitt og réttsýni;
ef annaðhvort bilaði þá var allr galdr úti.“
75 Felix Driver, Geograpby Militant: Cultures oj Exploration and Empire, Oxford:
Blackwell Publishing, 2001, bls. 126.
76 Sumir samtímamenn Stanleys gagnrýndu pólitísk markmið ferða hans til að tryggja
Evrópubúum yfirráð yfir álfunni og meðferð hans á Afríkufólki. Hann var harkalega
gagnrýndur af Aborigines Protection Society eftir ferð sína sem hér er rætt um (Driver,
Geograpby Militant, bls. 140; Franey, Victorian Travel Writing and Imperial Violence,
bls. 50). Talið er að tveir þriðju þeirra 250 afrísku burðarmanna og hermanna sent
voru í þessari ferð hafi dáið.
255