Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 53
FEMINISK GAGNRYNIIAUÐNINNI
íylgjenda écriture feminine, hefur viðurkennt að með fáeinum undantekn-
ingum „hafí ekki enn verið hægt að benda á neinn texta sem hafí kven-
leikann greyptan í sig“ og Nancy Miller tekur svo til orða að écriture fem-
inine „upphefji framúrstefnutexta, sem séu bókmenntir sem fram komu
á síðari hluta tuttugustu aldar. Af þeim sökum séu þær því í grundvallar-
atriðum óskhyggja, ef ekki framtíðaráætlun".14 Hvað sem því líður, er
kenningin um écriture feminine aðferð til að ræða um skrif kvenna sem
dregur aftur fram gildi hins kvenlega og gerir gagnrýni á mismun að
meginviðfangi femínískrar gagnrýni. A undanförnum árum hafa þýðing-
ar á mikilvægum verkum eftir Juliu Kristevu, Cixous og Luce Irigaray,
ásamt hinu framúrskarandi safnriti New French Feminism, gert franska
gagnrýni aðgengilegri femínískum fræðimönnum í Bandaríkjunum.15
Enska hefðin í femínískri gagnrýni, sem hefur tekið upp fransk-fem-
ínískar og marxískar kenningar þótt hún hafi alltaf snúist mest um texta-
túlkun, hefur einnig farið að fjalla meira um ritun kvenna.16 Hvert land
hefur sína eigin útfærslu. I enskri femínískri gagnrýni, sem sækir mikið
til marxisma, er lögð áhersla á kúgun; í fransk-femínískri gagnrýni, sem
byggir á sálgreiningu, er áhersla lögð á bælingu; í bandarísk-femínískri
gagnrýni, sem byggir á textarýni, er áhersla lögð á tjáningu. Allar hafa
þær þó orðið kvenhverfar. Allar eru að leita að nýjum hugtakaforða um
kvenleika sem er laus við staðnaðar ímyndir veildeika.
Eins og Woolf og Cixous hafa bent á, hlýtur það að vera háskalegt og
krefjandi verkefni að skilgreina nákvæmlega hvað greini sundur ritun
kvenna og karla. Liggur munurinn í stíl? Bókmenntagreinum? Reynslu?
Verður hann kannski til við lesturinn, eins og sumir textarýnendur
myndu halda fram? Spacks talar um muninn í ritun kvenna sem „hárfína
aðgreiningu“ og vísar þannig til hins óræða og óhöndlanlega eðlis sem
14 Héléne Cixous, „The Laugh of the Medusa“, þýð. Keith og Paula Cohen, Sigm 1
(sumar 1976), bls. 878. Nancy K. Miller, „Emphasis Added: Plots and Plausibilities
in Women’s Fiction“, í þessari bók [Thc New Feminist Criticism,], bls. 339-60.
15 Til að fá yfirlit, sjá Dornna C. Staunton, „Language and Revolution: The Franco-
American Dis-Connection“, í Eisenstein ogjardine, Future ofDifference, bls. 73-87,
og Elaine Marks og Isabelle de Courtivron, ritstj., Neiv French Feminisms (Amherst:
University of Massachusetts Press, 1979); allar tilvísanir í The New French Femin-
isms, skaminst. NFF, verða hér eftir með nafni þýðanda innan sviga í textanum.
lr’ Tvö meginverk eru uppistaðan í yfirlýsingu Marxist-Feminist Literature Collective,
„Women’s Writing," og ritgerðir úr fyrirlestrum við Oxfordháskóla um konur og
bókmenntir, Maryjacobus, ritstj., Women Writing and Writing about Women (New
York: Barnes & Noble Imports, 1979).
51