Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 75
FEMINISK GAGNRYNIIAUÐNINNI
Woolf tilheyri annarri hefð en módernisma og einkenni hennar komi
fram einmitt á þeim stöðum í verkum hennar þar sem hingað til hefur
verið bent á óskýrleika, undanslátt, ótrúverðugleika og ágalla.49
Einnig þarf að meta gildi samtímakenninga okkar um bókmenntaleg
áhrif með því að nota þær í rannsóknum á skrifum kvenna. Ef texti karl-
manns er feðraður, eins og Bloom og Edward Said hafa haldið fram, á
texti konu sér ekki bara móður heldur líka foreldra; hann þarf að eiga við
forvera bæði í kven- og karllegg og þarf að kljást við galla og kosti beggja
ættleggja. Woolf segir í Sérherbergi (A Room of One's Own), að „kona sem
skrifar [hugsi] aftur á bak um mæður sínar“. En kona sem skrifar, kemst
ekki hjá því að hugsa einnig aftur á bak um feður sína; aðeins karlkyns
höfundar geta leyft sér að gleyma eða þagga annað foreldri sitt. Ráðandi
menning þarf ekki að leiða hugann að þaggaða hlutanum nema til þess
að amast við hinum kvenlega hluta sjálfs sín. Þess vegna þurfum við ná-
kvæmari og sveigjanlegri lýsingar á áhrifum, eldd aðeins til að útskýra
skrif kvenna heldur einnig til að skilja hvernig karlar hafa í skrifum sín-
um getað forðast að vísa til kvenlegra forvera sinna.
Fyrst þurfum við að hafna þeirri hugmynd að kvenhöfundar annað
hvort hermi eftir eða endurskoði karlkyns forvera sína. Ahrifin sem
greina má í textum kvenna er ekki hægt að skýra með svo einfaldri tví-
hyggju. I. A. Richards lýsti því eitt sinn hvernig áhrifin sem hann varð
fyrir af G. E. Moore trufluðu hans eigin vinnu: „Mér fínnst ég vera and-
hverfa hans. Hvar sem hola er í honum, er bunga á mér“.50 Staða kvenna
innan bókmenntahefðarinnar er of oft skýrð með einfölduðu myndmáli
holu og bungu þar sem Milton, Byron og Emerson bunga út öðrum
megin en bókmenntir kvenna frá Aphra Behn til Adrienne Rich mynda
örótt tunglyfirborð á hinni hliðinni, eyður sem þarf að endurskoða. Einn
mikilvægur kostur kvennamenningarnálgunarinnar er hvernig hún sýnir
að kvennahefð getur verið jákvæð uppspretta styrks og samstöðu, rétt
eins og hún getur verið neikvæð uppspretta valdaleysis; í kvennahefðinni
1977); Nina Baym, Woman’s Fiction: A Guide to Novels by and about Women in Amer-
ica, 1820-1870 (Ithaca, N.Y.: Cornell University Press, 1978); ogjane P. Toinpkins,
„Sentiinental Power: Uncle Tom’s Cabin and the Politics of Literary LIistory“, í þess-
ari bók [The New Feminist Criticism].
Sjá t.d. greiningu Sandra M. Gilbert á Woolf, „Costumes of the Mind: Transvestism
as Metaphor in Modern Literature11, Critical Inquiry 1 (vetur 1980), bls. 391-417.
50 I. A. Richards, tilvitnun úr John Paul Russo, „A Study in Influence: The Moore-
Richards Paradigm“, Critical lnquiry 5 (sumar 1979), bls. 687.
73