Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 125
EFEGVÆRIMYND
Ef við mátum aðrar listgreinar við ofangreindar skilgreiningar á mynd-
list, til dæmis bókmenntir, þá eru það framar öðru þriðji og fjórði liður-
inn, þ.e. annars vegar myndlist sem sjónrænn tjáningarmáti og hins veg-
ar myndlist sem orðlaus boðskipti sem telja má sértæka og einkennandi
íyrir hina „mállausu" listgrein. Hér á eftir ætla ég að staldra sérstaklega
við fjórða liðinn, þ.e. orðlausa þáttinn og skoða hvort myndlist sé yfir
höfuð þýðingarbær. Gengið er út frá því að myndmál sé, líkt og tungu-
málið, táknkerfi til tjáskipta. I þeirri fullvissu að öll listaverk vísi út fyrir
sig sjálf og að tákn bendi á eitthvað annað en sig sjálf, má gera ráð fyrir
að það að „lesa myndlist“ feli í sér að þýða eitt tungumál yfir á annað.
Listfræði byggir, líkt og önnur túlkunarvísindi, á orðræðu. Augljósasta
mótsögn fræðigreinarinnar er sú að listfræði fjallar um myndir með orð-
um og orð er ekki það sama og mynd. Osamþættanleiki myndmáls og
tungumáls kann því í fljótu bragði að virðast stóri vandi greiningar, túlk-
unar og kenningasmíðar um myndlist, að minnsta kosti ef menn ímynda
sér að orðræða um myndlist sé eins konar jarðtenging listaverks, brú
milli verks og ytri veruleika, umheims okkar. I raun og veru er þar um
sama vandamál að ræða og öll listtúlkunarfræði standa frammi fýrir,
ekkert síður bókmenntafræði (skáldskapartexti/fræðileg orðræða) en list-
fræði (myndmál/fræðileg orðræða). Astæðan blasir við: Orðræða um verlc
er aldrei staðgengill verks.4 Orðræða um list á hverjum tíma endurspegl-
ar ekki síst breytilegar hugmyndir um samband listar og raunveruleika.
Túlkunarfræði gera jafnframt hinum skapandi þætti fræðimennsku hátt
undir höfði.
Myndlistarmenn hafa sjálfir beinlínis gert sambandið eða sambands-
leysið milli myndmáls og tungumáls að inntaki verka sinna. Frægt er verk
belgíska súrrealistans René Magritte, „Ceci n’est pas une pipe“ sem
dregur saman í hnotskurn muninn á myndmáli og tungumáli. Myndin,
sem er olíumálverk frá árinu 1928-1929, sýnir raunsæislega málaða pípu.
Neðst á myndfletinum er málaður texti, skrifaður á frönsku þar sem lesa
má eftirfarandi staðhæfingu: „Ceci n’est pas une pipe“ (þetta er ekki
pípa). Yfirlýsinguna ber að skoða í ljósi sérstöðu myndmáls; texti í mynd-
3 1 þessari greiningu viðhorfa er stuðst við könnun sem gerð var meðal nemenda í
námskeiðinu Aðferðajræði og saga listjræði við Háskóla Islands á haustmisseri 2004.
4 Roland Barthes segir hlutverk skáldsögunnar „að brjóta niður [...] núið“ en núið
nefhir hann hina ,,ósegjanleg[u] eining[u] tilverunnar". Roland Barthes, „Skrift
skáldsögunnar“, Skrifað við núllpunkt, þýð. Gauti Kristmannsson og Gunnar Harð-
arson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofhun Háskóla íslands, 2003, bls. 65.
I23